Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Page 44
HERMANN PALSSON
Tvær vetrarmyndir
Eitt af einkennum Fóstbræðra
sögu eru sundurleitar stílteg-
undir. Þótt höfundur hafi mikið vald
yfir hinum þróttmikla og hófsama
sagnastíl, þá hikar hann ekki við að
bregða fyrir sig lærðum stíl og jafn-
vel dróttkvæðastíl, ef svo ber undir.
Slík stílbrigði verða ekki skýrð á
annan veg en þann, að höfundur hafi
ekki losnað undan áhrifum frá orð-
færi heimildarrita sinna. Frávikin
frá sagnastílnum koma einmitt fyrir,
þar sem höfundur hefur ekki stuðzt
við munnlegar arfsagnir. Þannig
slær fyrir klerklegu málfari í kristi-
legum hugleiðingum og lærðum lýs-
ingum á mannslíkamanum. Klerk-
legra áhrifa gætir víðar í íslenzkum
sögum, en hitt er mun sjaldgæfara, að
dróttkvæði hafi haft svo greinileg
áhrif á orðfæri óbundins máls og
fram kemur í Fóstbræðra sögu. Hér
má þó skjóta því að til gamans, að
höfundur Gunnlaugs sögu hefur fellt
tvær dróttkvæðar Ijóðlínur inn í frá-
sögn sína:
Eigi leyna augu,
ef ann kona manni.
Þetta er auðsæilega vísufjórðungur,
sem höfundur Gunnlaugs sögu hefur
þekkt og tilfærir á svipaðan hátt og
menn beita orðskviðum til skýringar.
Og höfundur Fóstbræðra sögu vitnar
á sama hátt í Hávamál til að sýna
hverflyndi konunnar.
Þau dæmi um dróttkvæðaáhrif á
Fóstbræðra sögu, sem hér verður
bent á, eru sérstaks eðlis. Höfundur
sögunnar virðist hafa í huga drótt-
kvæðar vísur, sem hann endursegir í
óbundnu máli, en lætur þó hinn skáld-
lega líkingastíl halda sér. En áður en
að þeim sé vikið, er rétt að minnast á
eina setningu í sögunni, sem kemur
fyrir, þar sem verið er að lýsa sjó-
ferð þeirra fóstbræðra fyrir Vest-
fjörðum: Reyndu Ránar dœtr dreng-
ina ok buðu þeim faðmlög. Kenning-
in Ránar dœtr og hugmyndin, sem í
þessu felst, er auðsæilega sótt til drótt-
kvæða. Og stuðlasetningin virðist
benda til sama uppruna. Kenningin
og hugmyndin er hvortveggja almenn
í kveðskap, svo að ekki er unnt að
benda á neina sérstaka fyrirmynd, en
öðru máli gegnir um eftirfarandi
122