Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Page 46

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Page 46
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR einungis skáldlega valin, heldur er sömu myndinni haldið í allri lýsing- unni. Hún heyrir til því fyrirbrigði í forníslenzkum skáldskaparstíl, sem Snorri kallar nýgj örvingar. Snorra farast orð um nýgjörvingar á þessa leið: „Þá þykja nýgjörvingar vel kveðnar, ef þat mál, er upp er tekit, haldi of alla vísulengð.“ Hér má tví- mælalaust gera ráð fyrir, að höfund- ur sögunnar hafi endursagt drótt- kvæða vísu, sem hlítt hefur hinum ströngu kröfum til nýgjörvinga. En hvaðan kom honum þessi vísa, sem við þekkjum nú einungis af þessari endursögn hans í óbundnu máli? Eins og ég hef drepið á hér að framan, hefur mikið glatazt af hinni fornu náttúrulýrikk íslendinga. En þau fáu brot, sem varðveitzt hafa, gefa nokkra hugmynd um aðal þess skáldskapar. í náttúrukveðskapnum hefur hið myndríka líkingamál drótt- kvæðastílsins notið sín vel, og þar var meira svigrúm til nýgjörvinga en í lofkvæðum um höfðingja og skyldum kveðskap. Sérstakar ástæður ollu því, að lýrikkin glataðist. Hún hafði ekki heimildargildi, nema þegar um var að ræða vísur eftir skáld, sem sögur voru ritaðar um. Þess vegna hefur tiltölulega meira varðveitzt af Ijóð- rænum skáldskap Egils, Kormáks og Hallfreðar en annarra skálda, sem minni sögur fóru af. Úr þessu bæta málfræðiritgerðirnar og Snorra-Edda nokkuð, en þar eru ýmis brot tilfærð til að gera grein fyrir einstökum kenningum. Hinar skáldlegu lýsingar í Fóst- bræðra sögu af vestfirzkri vetrar- hörku minna okkur á eitt tiltekið kvæði, sem fáein brot hafa varðveitzt af í Snorra-Eddu og málfræðiritgerð- unum. Kvæði þetta heitir Norður- setudrápa og er eftir óþekktan mann, sem hét Sveinn. Skáldið Sveinn mun hafa verið uppi á 11. og 12. öld, en annars verður ekkert um hann vitað nema það, sem ráðið verður af kvæð- inu og heiti þess. Það sýnir, að hann hefur einhvern tíma verið á Græn- landi (í Norðursetu). Norðursetudrápa hefur verið stór- kostlegt kvæði, meðan það var heilt, og jafnvel hinar litlu leifar þess sýna mikil skáldleg tilþrif. Sveinn hefur ort kvæðið, eftir að hann fór frá Norð- ursetu, en um hitt verður ekki full- yrt, hvort hann átti heima á íslandi eða í nýlendunni á Grænlandi. Norð- urseta er langt fyrir norðan byggðir íslendinga á Grænlandi, og vetrar- harkan þar nyrðra er mildum mim meiri en kynnzt verður á íslandi. Vel má vera, að einhver sérstakur við- burður hafi knúið Svein til að yrkja þetta kvæði, þótt freistandi væri að ætla, að hin bitra reynsla af heim- skautavetrinum hafi verið tilefnið. í einu brotinu talar skáldið um konu, sem vandi hann á að beita svikum, og mun það vera úr niðurlagserindi drápunnar. En þessi ummæli um kon- 124
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.