Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Blaðsíða 65
TIL FUNDAR VIÐ HEINE I WEIMAR
fullu viti staðhæft, að í Austur-
Þýzkalandi sé skortur á almennum
neyzluvörum eða nauðsynjavarningi.
Á einstaka sviðum eru birgðir
kannski enn knappar, en þó varla
svo, að mjög komi að sök. En þess
er og að gæta, að vöruauðlegðin
eykst með hverjum mánuði sem líð-
ur. Þeir sögðu mér það vinir mínir,
bifreiðarstjórinn og leiðsögumaður-
inn, að á 2-—3 síðustu árum hefði
aukning nauðsynjavara almennings
orðið svo ör, að enginn mundi trúa
því, sem hefði ekki lifað það sjálfur.
Innanlandsverzlunin í Austur-
Þýzkalandi er með þeim hætti, að
HO-verzlanirnar, sem eru þjóðar-
eign, anna um 50% allrar verzlunar,
kaupfélögin 25%, en sjálfstæðir
kaupmenn 25%. Veitingahús og
knæpur skiptast einnig í líkum hlut-
föllum á þessa aðila. Ég gerði það
að gainni mínu að verzla og drekka
bjór hjá öllum þessum aðilum til
þess að kanna, hvort nokkur munur
væri á þjónustusemd og viðmóti í
hinum ópersónulegu fyrirtækjum
ríkisins eða hjá sjálfseignarmönnun-
um í eiginhokri. Þegar maður er
orðinn vanur því dekri, sem einka-
framtakið umvefur viðskiptavini
sína í verzlunum og á knæpum hins
kapítalíska heims, þá var mér sérstök
forvitni á að kynnast umgengnis-
menningu verzlunarstéttarinnar í
sósíalísku ríki. Ég skal ekki orð-
lengja það, að öll þjónusta hjá hin-
um þjóðnýttu verzlunum og kaupfé-
lagsverzlunum var hvergi lakari, en
víðast hvar betri en hjá sjálfseignar-
kaupmönnunum, kannski voru þeir
síðastnefnu dálítið beiskir vegna
þess, að þeir höfðu fyrr séð fífil sinn
fegri, og framtíðin ef til vill vafa-
söm. Hins vegar er ég sannfærður
um, að samkeppnin við þessa menn,
sem enn hafa fjórða hluta verzlunar-
innar á sínum höndum, hefur orkað
örvandi á verzlunar- og afgreiðslu-
hætti hinnar sósíalísku vörudreifing-
ar. En hvað sem því líður, þá er ég
viss um að sameignar- og samvinnu-
verzlanir Austur-Þýzkalands hafa án
alls efa fært sönnur á yfirburði sína
á þessu mikilvæga sviði félagslegrar
starfsemi.
Eg hef eytt svo mörgum orðum að
þessum málum vegna þess, að verzl-
un og þjónusta á gildaskálum eru
ytra borð hvers þjóðfélags, og gest-
urinn, sem kemur aðvífandi, tekur
fyrst eftir þessum atriðum þegar
hann er á ferð í framandi landi. En
hins vegar er þetta aðeins ytra borð-
ið: efnahagslegt heilsufar þjóðfélags
verður ekki séð af hinni ytri gyllingu
verzlunarhallanna, af bifljósum aug-
lýsinganna eða klæðaburði þess
fólks, sem fyllir viðhafnargötur stór-
borganna. Hinn grunnfæri gestur
eða blaðamaður getur stundum verið
nokkuð fljótur á sér þegar hann ber
saman beinabert og alvörugefið
þjóðfélag í sósíalískri verðandi og
143