Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Side 74

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Side 74
NANNA EBBING Skáldskaparafmæli Grein þessi er rituð að því tilefni að fimmtíu ár eru liðin frá því Sigrid Undset gaf út fyrstu skáldsögu sína Fru Marta Ouiie, og hefur norski höf- undurinn, Nanna Ebbing, vinsamlega sent tímaritinu greinina til birtingar. RITSTJ. ÉG hef verið manni mínum ótrú.“ Þetta eru upphafsorðin í bók- inni sem var byrjunin á miklum og margvíslegum ritverkum Sigríðar Undsets. Bókin var skáldsagan „Fru Marta Oulie“ sem á sínum tíma var álitin svo nýtízkuleg að bókaútgáfufé- lagið sá sér ekki fært að gefa hana út. Bókmenntalegur ráðunautur útgáfu- félagsins komst að þeirri niðurstöðu að nú væri nóg komið af hversdags- legum sögum um ótryggð og hjóna- band. En vegna ítrekaðra hvatninga systur sinnar, frú Signe Thomas, sendi Sigríður Undset handritið aftur til forlagsins, og fyrir atbeina Gunn- ars Heibergs og meðmæli var bókin loks gefin út hjá Aschehoug. Þetta var árið 1907. Bókin átti dálitla forsögu sem sýnir að hún var skrifuð í mótmælaskyni og til að bjóða byrginn fyrsta ósigri höf- undar hjá bókaútgefanda, en það var Peter Nansen hjá Gyldendal í Kaup- mannahöfn. Áður en Sigríður Undset byrjaði á Frú Mörtu Oulie hafði hún skrifað skáldsöguna „Olav Auduns- sön“ og hún segir sjálf söguna af því hvernig þessu handriti var tekið af útgefanda í fyrsta skipti: „Ég hef skrifað bókina uin Ólaf Auðunsson einusinni áður. Hún var fyrsta bókin sem ég skrifaði. Um það leyti vann ég á skrifstofu í Kaup- mannahöfn og las íslendingasögurnar í morgunverðarhléinu og heima hjá mér á kvöldin. Til allrar hamingju voru ekki til kvikmyndahús í þá daga, reyndar hef ég aldrei eytt miklum tíma í þessi „niðursoðnu leikhús“. Þegar ég var búin að ganga eins vel frá handritinu og mér líkaði hélt ég á fund Peter Nansens hjá Gyldendal. Ég átti að vitja um svar að hálfum mán- uði liðnum; og þegar loks sá mikli dagur rann upp bjó ég mig sem bezt, og eiginlega betur en ég hafði efni á: í nýjan sumarkjól og silkihettu, sem var í tízku það árið, og í fyrsta skipti á ævinni keypti ég mér silkisokka. 152
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.