Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Síða 74
NANNA EBBING
Skáldskaparafmæli
Grein þessi er rituð að því tilefni að fimmtíu ár eru liðin frá því Sigrid
Undset gaf út fyrstu skáldsögu sína Fru Marta Ouiie, og hefur norski höf-
undurinn, Nanna Ebbing, vinsamlega sent tímaritinu greinina til birtingar.
RITSTJ.
ÉG hef verið manni mínum ótrú.“
Þetta eru upphafsorðin í bók-
inni sem var byrjunin á miklum og
margvíslegum ritverkum Sigríðar
Undsets. Bókin var skáldsagan „Fru
Marta Oulie“ sem á sínum tíma var
álitin svo nýtízkuleg að bókaútgáfufé-
lagið sá sér ekki fært að gefa hana út.
Bókmenntalegur ráðunautur útgáfu-
félagsins komst að þeirri niðurstöðu
að nú væri nóg komið af hversdags-
legum sögum um ótryggð og hjóna-
band. En vegna ítrekaðra hvatninga
systur sinnar, frú Signe Thomas,
sendi Sigríður Undset handritið aftur
til forlagsins, og fyrir atbeina Gunn-
ars Heibergs og meðmæli var bókin
loks gefin út hjá Aschehoug. Þetta var
árið 1907.
Bókin átti dálitla forsögu sem sýnir
að hún var skrifuð í mótmælaskyni og
til að bjóða byrginn fyrsta ósigri höf-
undar hjá bókaútgefanda, en það var
Peter Nansen hjá Gyldendal í Kaup-
mannahöfn. Áður en Sigríður Undset
byrjaði á Frú Mörtu Oulie hafði hún
skrifað skáldsöguna „Olav Auduns-
sön“ og hún segir sjálf söguna af því
hvernig þessu handriti var tekið af
útgefanda í fyrsta skipti:
„Ég hef skrifað bókina uin Ólaf
Auðunsson einusinni áður. Hún var
fyrsta bókin sem ég skrifaði. Um það
leyti vann ég á skrifstofu í Kaup-
mannahöfn og las íslendingasögurnar
í morgunverðarhléinu og heima hjá
mér á kvöldin. Til allrar hamingju
voru ekki til kvikmyndahús í þá daga,
reyndar hef ég aldrei eytt miklum
tíma í þessi „niðursoðnu leikhús“.
Þegar ég var búin að ganga eins vel
frá handritinu og mér líkaði hélt ég á
fund Peter Nansens hjá Gyldendal. Ég
átti að vitja um svar að hálfum mán-
uði liðnum; og þegar loks sá mikli
dagur rann upp bjó ég mig sem bezt,
og eiginlega betur en ég hafði efni á:
í nýjan sumarkjól og silkihettu, sem
var í tízku það árið, og í fyrsta skipti
á ævinni keypti ég mér silkisokka.
152