Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Page 75
SKÁLDSKAPARAFMÆLI
Þegar ég var komin í allan skrúðann
var ég reglulega snotur, þó ég segi
sjálf frá. En hvorki kjóllinn né silki-
hettan höfðu minnstu áhrif á Peter
Nansen. Hann rétti mér handritið
áður en mér gafst almennilega tími til
að heilsa honum og sagðist ekki skilja
hvernig ungri nútímakonu gæti dottið
í hug að vera að skrifa það, sem hann
helzt vildi kalla „norrænan“ stíl ...
„Ef þér viljið endilega vera að
skrifa,“ sagði hann, „þá reynið eitt-
hvað nútímalegt, til að mynda bók um
ungar stúlkur. En verið ekki að
spreyta yður á miðaldaskáldsögum;
þér munuð aldrei hafa neina ánægju
af því, vegna þess að þér eruð ekki
færar um það.“
Ég var mjög gröm þegar ég hélt
heimleiðis, heldur frú Undset áfram,
og ég byrjaði þegar að skrifa „Frú
Mörtu Oulie“, sem ég hélt að hlyti að
vera nógu nútímaleg. Og fyrsta hand-
ritið af „Ólafi Auðunssyni“ brenndi
ég strax og ég kom heim frá Peter
Nansen.“
Marta Oulie á að velja milli þess að
finna „hamingjuna“ fyrir sjálfa sig
eða eyða lífi sínu í þágu annarrar
mannveru. Sigríður Undset leit ekki á
ástina sem fortakslaust verðmæti í
sjálfu sér. Hún átti að beygja sig fyrir
umhyggjunni til handa eiginmanni
og börnum. Þessa skoðun hafði hún
þegar á unga aldri, og ef við berum
saman fyrstu skáldsögu hennar frá
1907 við allra síðustu ummæli hennar
sem birt hafa verið á prenti er sjáan-
legt að þráðurinn í skáldverkum
hennar hefur aldrei slitnað, jafn
margþættur og hann var. í lok grein-
ar í „Samtiden“, 3. hefti 1949, sem
nefnist „Kristindómur og kynlíf“
standa þessi orð: „Enginn maður get-
ur lifað lífi sínu betur á annan hátt en
þann að fylgja köllun þess. En hún er,
hvað flestum viðvíkur, að verja hinu
bezta í sér til heilla maka og börnum.“
Marta Oulie hafði verið manni sín-
um ótrú, hún staðfestir það greini-
lega, í dagbók sinni um liðna daga,
þegar á upphafsorðunum, og sagan
sýnir, svo ekki verður um villzt, hve
illa fer fyrir konum sem slíta sig laus-
ar frá því samlífi sem þær hafa skuld-
bundið sig til að lifa. Því athæfi fylgir
aldrei nein hamingja.
Þegar Marta Oulie kynntist manni
sínum, Otto Oulie, varð hún ástfang-
in. „Nýjar lindir spruttu upp í eðli
mínu,“ segir hún í dagbókinni. Otto
Oulie er venjulegur starfsamur mað-
ur með ábyrgðartilfinningu andspæn-
is lífinu. Þau eignast fjögur börn, en
frú Oulie leiðist í hjónabandinu. Hún
þráir viðburðaríkt líf og fyrirlítur hið
hversdagslega, en Otto skilur ekki að
það geti verið „leiðinlegt að gæta
sinna eigin barna“. Svo fer hún að
hafa mök við vin manns síns og kaup-
sýslufélaga og „sekkur ofan í eigin
síngirni, undirdjúp sem loka hana úti
frá lífinu. En að lokum opnast augu
hennar þegar maður hennar verður
153