Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Blaðsíða 76

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Blaðsíða 76
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR veikur og þarf að dveljast á hress- ingarhæli. Hún sér tómleikann og hið auvirðilega í því lífi sem hún lifir. Og þannig hljóðar hennar dýrkeypta reynsla: „Jafnvíst og það, að við er- um getin og fædd af lífi annarra, er það, að við verðum að viðhalda lífinu með því sem við fáum hjá öðrum. Og það verðum við að kaupa með því að gefa af okkur sjálfum á hverjum ein- asta degi.“ Og játningin heldur áfram: „Aður fyrr varð ég alltaf hneyksluð þegar ég heyrði fullyrt að kona gæti aðeins orðið hamingjusöm með því að fórna öðrum lífi sínu. Nú segi ég já og amen við því, eins og við öllum öðrum hælaskökkum og útslitn- um sannleik sem ég barðist gegn í æsku.“ Dagbókarhöfundurinn virðist hafa haft ákafa játningarþörf og skilur að hún hefur það. Hún orðar það þann- ig: „Nú skil ég hversvegna glæpamað- urinn játar glæp sinn og hversvegna kaþólskar konur hneigjast til skrifta- mála.“ Skáldsagan fékk misjafna dóma og sumir ritdómarar voru ekki lausir við að hafa vantrú á höfundinum. Einn þeirra skrifar: „Byrjunin er að minnsta kosti góð. Sagan hefst á orð- unum: „Ég hef verið manni mínum ótrú.“ Þessi bók er ekki ein af beztu nútímaskáldsögum höfundar, en hún var sú fyrsta og gaf mikil fyrirheit. Tíminn leiddi síðar í ljós að allt sem búast mátti við af höfundinum kom fram, og það margfalt á við það sem nokkur hafði hugmynd um þegar bók- in kom út. Þeir lesendur sem eitthvað vilja vita um vandamál norskra kvenna á okkar öld og viðhorf þeirra til ný- fengins frelsis og samband þeirra við lífið eins og því er lifað, geta mikið lært af nútímaskáldsögum Sigríðar Undsets. Næsta bók hennar, „Jenny“ kom út 1911 og Just Bing gaf henni einkunnina „stormbok“. Það er rétt, að hún er að mörgu leyti ofsafengn- asta bók Sigríðar Undsets og vakti ákaft hneyksli með hreinskilni sinni og djarfmælgi. Hún er skrifuð af ástríðu og innsýn sem gerir hana að einni af beztu nútímaskáldsögum höf- undar. Með skáldsögunni „Vorið“ fá hjú- skaparmálin enn stærra hlutverk í bókum hennar. Og í sögunni „Ida Elisabeth“ er það móðurástin sem er aðalyrkisefnið. Ida Elisabeth fórnar ást sinni vegna barna sinna, af því hún sér að börnum hennar er það fyr- ir beztu. í skáldsögunni „Trygglynda eiginkonan" er sambandið milli hjón- anna aðalefnið, og í síðustu bók hins frjóa skapandi anda Sigríðar Undsets er Madame Dorothea, sem bókin er heitin eftir, aðalpersóna fjölskyld- unnar, móðir barnanna ástkona eigin- manns síns og hinn góði engill allra sem við sögu koma. Því miður kom aldrei framhald þeirrar sögu, sem gerist í gleriðjuveri á austurströnd 154
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.