Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Side 106

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Side 106
TÍMARIT MÁLS OG M ENNINGAR sýna verðmálminn, silfrið', hversu það var saman sett og með farið, vegið með smá- metum á skálavogum. Þær sýna að nokkru dægrastyttingu manna, taflíþróttina. Þær sýna daglegan verkfærakost, þann sem ekki var smíðaður úr viðnámslitlu efni, jarð- vinnslutæki, uppskeruáhöld, smíðatól, tó- vinnutæki, eldfæri og eldunartæki, veiðar- færi, jafnvel báta að nokkru leyti. Þær sýna samgöngutækið, hestinn altygjaðan, ójám- aðan á sumar, en bryddan á vetur, sömu- leiðis járnaðan fót mannsins á ís eða hjarni. Loks veita þær glögga vitneskju um hina hinztu för, hversu búið var um lík dauðra og gengið frá kumlum þeirra." (Kuml og haugfé bls. 426). Sé þessa gætt, er ljóst, að fornminjar eru nauðsynlegar til skýringar á fornsögum vor- um, en fombókmenntirnar klæða sögulega beinagrind fornfræðinnar holdi og blóði. Gripir, sem finnast í kumli, geta bmgðið upp skýrri menningarsögulegri mynd, en sé hægt að tengja það sögulegum persónum, verður allt kvikt í kringum okkur; nafn- lausir svipir fornaldar taka á sig persónu- gervi, stíga fram í athöfnum á sviði sögunn- ar. Þar nægir að benda á hinn einstæða fund hér á landi, steinkistu Páls biskups. En fornminjarnar leiða einnig í ljós, að „ís- lendingar og menning þeirra eru algjörlega innan þeirrar umgerðar, sem auðkennir all- ar norrænar þjóðir á lokastigi járnaldar og kennd er oftast við víkinga. En þeir hafa sín sérkenni mjög snemma og eru ekki ná- kværn spegilmynd neinnar annarrar þjóðar. Séríslenzk tilbrigði hafa skapazt þegar í upphafi byggðar. Mjög snemma hafa Is- lendingar orðið sérstök norræn þjóð.“ (Kuml og haugfé bls. 440). Þótt íslenzk fornminjafræði sé ekki komin lengra á veg en rit Eldjárns sýnir, þá sópar hún burt miklum hluta af kenningadrasli, sem hefur verið að flækjast á vinnuborðum íslenzkra fræðimanna, en kemur viðfangsefni þeirra á traustari grundvöll. Bók Eldjárns er síðborið grundvallarrit um íslenzka fornfræði, með henni leggur hann í raun og veru homstein að vísinda- legum fomfræðum á Islandi. En nú skiptir miklu máli að skipulega og vel sé unnið í þessari fræðigrein í framtíðinni. Hér á landi er mikill og almennur áhugi á fræði- störfum. Mér er kunnugt um það, að erlend- is eru starfandi hópar áhugamanna, sem vinna að fornminjarannsóknum í tómstund- um, eða réttar sagt leita fomminja og vísa fræðimönnum leið. Kristján Eldjárn og starfsmenn hans geta ekki flækzt um landið þvert og endilangt í leit að líklegum kuml- um; þeir hafa ærin önnur störf að vinna. En þeir geta leiðbeint mönnum. Hið ís- lenzka fornleifafélag hefur verið hálfdautt mörg undanfarin ár, en nú er grundvöllur lagður að fjölbreyttara starfi á vegum þess. Rit Kristjáns veitir fjölþætta vitneskju um staðsetningu kumla, þeirra virðist einkum vera að leita í nánd fornra vega. Starfsmenn þjóðminjasafnsins eiga í náinni framtíð að hafa eins konar námskeið í fornminjaleit á vegum fomleifafélagsins, og það munu á- reiðanlega vekjast upp margir ágætir áhugamenn sem hæfu skipulega leit og rannsókn fornminja í einstökum héruðum. Vélvæðing í sveitum getur orðið fornminj- um hættuleg; jarðýtur og dráttarvélar um- turna öllu, sem þeim er beitt á, svo að nauð- synlegt er, að fyrst séu rannsökuð vel þau svæði, þar sem þéttbýli er og miklar jarð- yrkjuframkvæmdir. Einnig ber auðvitað að rannsaka vel þau svæði, sem sett em undir vatn, og nú kemur jafnvel til orða að gera meginhluta af heilum dal að uppistöðu. Einhver elzti þingstaður þessa lands mun vera við Elliðavatn, en þingsvæðið lenti að mestu leyti undir vatni, þegar Árbæjarstífl- an var gerð. Mér er ekki kunnugt um, að 184
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.