Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Side 113

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Side 113
Áskorun frá prófessor Frederic Joliot-Curie ótt mikið hafi áunnizt að undanfömu til eflingar friði, og við höfum leyfi til að vænta okkur mikils góðs af þeirri baráttu, þá er erfitt að gleyma hinni hryllilegu eyðileggingu, sem kjarnorkusprengjur ollu í Hiroshima og Nagasaki, né afleiðingum tilrauna með vetnissprengju, sem er þúsund sinnum sterkari. Enginn ætti að unna sér hvíldar fyrr en þessi vopn hafa verið bönnuð með öllu. Það er hrein brjálsemi af stór- veldunum að halda áfram framleiðslu kjarnorkuvopna. Vísindamenn eru ekki „óraunsæir einfeldningar", sem skilja ekki, hve erfitt er að finna lausn þeirrar hættulegu togstreitu, sem nú ríkir í alþjóðamálum. Til þess að hægt sé að ná samkomulagi um útrýmingu kjarnorkuvopna — og á því ríður framtíð alls mannkyns — verður tafarlaust að hætta öllum tilraunum með þessi múgmorðstæki. Mikilsmetnir vísindamenn hafa morgoft varað við hættunni. Frá því að fyrsta spreng- ingin var gerð, hef ég talið það skyldu sína sem sérfræðings að nota hvert tækifæri til að vekja almenning til umhugsunar um þessi mál. Nú þekkja menn þá miklu hættu, sem stafar af geislavirkum efnum, er myndast við kjarnorkusprengingu og eitra andrúmsloft og jarðveg. Magn þessara geislavirku efna svo sem Strontium 90, hefur verið mælt víðsvegar um heim. Nú þegar liggja fyrir skýrsl- ur um dreifingu þess á jörðu. Meðalaldur Strontium 90 er um 30 ár. Það myndast hvert sinn er kjamorku- eða vetnissprengja springur og stígur upp í gufuhvolfið. Það fellur jafnt og þétt til jarðar með ryki og regni og sezt á gróður. Strontium frá fyrstu kjarnorkusprengingum á enn eftir að falla. Það mun taka nokkur ár. Menn og skepnur neyta jurtafæðu og eiturefnið berst þannig inn í líkamann. Mjólk verður einnig geislavirk. Verði tilraunum ekki hætt, eykst Strontiummagnið óhjákvœmilega, einkum hjá börn- um og unglingum á vaxtarskeiði, og veldur beinkrabba og hvítblæði í stórum stíl. Af geislavirku Strontium og öðrum efnum, einkum geislavirku Caesium stafar sívax- andi hætta fyrir mannkynið og komandi kynslóðir. ViS erum einnig í hættu á friðartímum Margir kæra sig kollótta, af því að þeir halda, að áhrif tilraunasprenginganna nái ekki til sín, ef þeir séu nógu langt frá tilraunastöðvunum. En þar skjátlast mönnum! Almenningi berast stöðugt nýjar og knýjandi viðvaranir frá sérfróðum vísindamönn- um, sem reyna að fá stjómir allra landa til að fallast á afnám kjarnorkusprenginga þegar í stað, og algera útrýmingu slíkra vopna. 191
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.