Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1957, Síða 94

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1957, Síða 94
TIMARIT MALS OG MENNINGAR dæmdir í Niirnberg, en kjnrorðið „Evrópa gegn bolsévismannm" var tekið tipp af stjórnmálamönnunum í Washington. Til jtess að réttlæta hernám „hins frjálsa heims“ grófu hershöfðingjar og njósnaleið- togar „rauðu hættuna" upp úr hirzlum dr. Göbbels. Þeir sögðu að kjarnorkusprengjan væri bezta ráðið til að koma vitinu fyrir heiminn, en hundruð þúsunda líka í Japan voru til vitnis um áhrifavald hennar. Og blöðin sem ofsóttu Chaplín töluðu jafn- framt urn liina óhjákvæmilegu þriðju heims- styrjöld, „World War III“. Þessi staumhvörf í stjórnmálum stóðu hvað hæst er Chaplín kynnti Monsieur Ver- doux. Tilefni myndarinnar var sótt í mál Landrus, þessa franska nútíma-Bláskeggs, sem komst inn í réttarfarssöguna skömmu eftir heimsstyrjöldina fyrri. Chaplín hafði lengi haft áhuga á þessum kynlega morð- ingja. Þegar hann var í París 1931 hafði hann náð sambandi við nokkra blaðamann- anna, sem höfðu fylgzt með réttarhöldun- um, til þess að kynnast málavöxtum sem bezt. En svo er að sjá sem hann hafi ekki ákveðið að gera mynd um þetta efni fyrr en eftir viðræður sem hann átti við Orson Welles. Hinn frægi leikstjóri myndarinnar Citizen Kane var þegar kominn í ósált við framleiðendurna í Hollywood; hann skrif- aði fyrsta uppkastið að myndasögunni fyr- ir Chaplín. En eins og venjulega sýslaði Chaplín lengi við fyrsta uppkastið áður en hann hóf loks myndatökuna í apríl 1946 eftir hand- riti sem var í öllum meginatriðum hans eigið verk. Sem aðstoðarleikstjóra hafði hann Robert Florey og hálfbróður sinn Wheeler Dryden. Sjálf myndatakan stóð í sex mánuði, en Chaplín var vanur að vera mun lengur með stórmyndir sínar. Leikar- inn mikli var nú hættur við „Charlie“-gerv- ið og liafði skapað einkennilegan „aldrað- an franskan munaðarsegg“, persónu sem minnti nokkuð á enska „dandy“-inn, sem hann hafði liaft að fyrirmynd í upphafi leikferils síns. Morðingjanum Verdoux, miskunnarlausum og kaldrifjuðum, svipaði að ýmsu til hins illkvittna og ruddalega „Chas“, sem birtist í allrafyrstu myndum lians. En hjá Mack Sennett varð persóna þessi aldrei annað en spriklandi leikbrúða. Verdoux var fullmótaður einstaklingur með fjölþætt sálarlíf, maður sem fékk að reyna binar andstæðustu tilfinningar í næsta flók- inni atburðarás. Monsieur Verdoux er kastað á dyr eftir að hann hefur verið gjaldkeri í stórum banka í París í þrjátíu ár. Hann hefur ekk- ert lært annað en fjármál og kauphallax-við- skipti, og hann á ekkert fjármagn. Ilann ákveður þá að draga auðugar konur á tálar og myrða þær til þess að tryggja sjúkri konu sinni og syni sæmilega öruggt líf. Fyrst ryður liann aldraðri, úrillri konu (Margaret Hoffmann) úr vegi, síðan heldur liann morðviðskiptum sínum áfram í stærri stíl í gervi fornsala og hikar ekkert við hreinar hefðarkonur eins og frú Grosnay (Isabel Elsom). Samt komast tvær af. Onn- ur er ung og óhamingjusöm stúlka, eins konar flökkukind (Marylin Nash). Ilann hafði hugsað sér að nota hana sem til- raunadýr og prófa á henni nýtt eitur, en hann verður svo snortinn af örlögum henn- ar að hann lætur hana sleppa. Hin er sú ódrepandi Annabella (Martba Raye), skækja sem unnið liefur morð fjár í Iiapp- drætti. Ilún er barmafull af grófgerðasta lífsfjöri, og fyrst reynir hann árangurslaust að gefa henni eitur, síðan að drekkja henni úti á vatni. Þótt Verdoux sé stundum hætt kominn heldur hann alltaf jafnvægi og kemst aldrei í tæri við lögregluna. En styrjöldin er aftur að ná tökum á heiminum. Tími fjöldamorðanna hefst með spönsku borgarastyrjöldinni. Verdoux er orðinn gjaldþrota eftir misheppnað fjár- 284
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.