Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1958, Qupperneq 8

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1958, Qupperneq 8
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Maðurinn á jörðunni er í eðli sínu friðsarat spendýr sem hefur ánægju af fögrum hlut- um einsog sumir fiskar og fuglar, og ann litlu húsi með vænni konu og góðum bömum. En það er óhóflega lítill vandi að brytja þessa veslíngs skepnu niður einsog stjórnmála- menn hafa laungum kappkostað, en þó einkum miklir þjóðarleiðtogar. Ég held það væri ráð að losa sig við þjóðarleiðtoga. Við norðurlandamenn vitum varla hvað stjórnmála- mennirnir heita hjá okkur og þaðanafsíður hershöfðíngjar eða aðrir aftökumeistarar. Við höfum gert þjóðhöfðíngja, ráðherra og hershöfðíngja hættulausa fyrirfram með því að skipa þeim sess lítilfjörlegra umboðsmanna í samfélagi gagnsýrðu af almennri mentun og víðtæku félagsfrelsi, þar sem kerfið sjálft krefst almenníngseftirlits með stjórnarathöfnum. Lýðræði hjá okkur merkir umfram alt stöðuga, almenna og opinbera gagnrýni á stjórnina. Fimta formúla. Finst yður útlit á að þióðir sem búa við ólík þjóðfélagskerfi geti ótt friðsamlega sambúð í heiminum (hér er spurt um co-existence)? Mig furðar að þessi spumíng skuli berast úr löndum sem aðhyllast alræði öreiganna einsog það er kallað, svo sem Ráðstjórnarríkjum, Tékkóslóvakíu og Búlgaríu; ég fæ ekki betur séð en þó ekki væri nema sá verknaður að bera upp slíka spurníngu, þá sé hann greinilega kontrarevólúsjóner, andstæður byltíngu. Hér er bersýnilega spurt hvort auðvaldsstefna og verklýðsstefna geti ekki þróast saman í mannlegu félagi; hvort mannlegt samfélag sem reist sé á samníngi, co-existence eða modus vivendi milli launavinnu og auðmagns, geti þrifist í heiminum eða ekki. Ég er ekki spámaður og skal ekkert segja um „útlitið" fyrir sambúð. Hinsvegar lifi ég í þjóðfélagi sem auðkennist af jafnvægi þessara afla og hefur tilhneigíngu til vanþrifa ef annað ofþreingir kosti hins. Þau mannleg samfélög í Evrópu sem ég þekki best reyna að sameina á sem hagkvæmilegastan hátt grundvallarsjónarmið tveggja höfuðafla, þó skand- ínavisku löndin komist þar eftilvill einna leingst. Ég tel að jafnvægi það milli tveggja afla sem þér spyrjið um sé mikilsvert í sérhverju mannlegu félagi, og að sambúð sem fæst með slíku jafnvægi leysi fleiri vandamál, hvort heldur er í smáum samfélögum eða stórum nú á dögum, en alræði, óhæðisstefna, cæsar- ismi eða rétttrúnaður fái gert; svipað hygg ég gildi um sambúð í veröldinni allri. Sjötta formúla. Spurníngar um menníngarteingsl Hvernig væri að snúa sér að næstum ósýnilegum smáhlutum einsog því að afnema vega- bréfaskyldu milli landa í líkíngu við það sem hefur verið gert í Skandinavíu, eða þá að minsta kosti áritunarskyldu. Þá mundi hver og einn vera frjáls að því að hefja menn- íngarteingsl í sinni mentagrein við starfsbræður og aðra sem hafa sömu áhugamál í öðrum löndum. Ef menn úr einu landi eru frjálsir ferða sinna að hittast og blanda geði og bera saman bækurnar við sinn sala í öðru landi, þá er ekki aðeins stuðlað að vinsamlegri sam- búð í heiminum, heldur væri með því sérhver nýlunda í verkfræði, vísindum, bókmentum og listum orðin að sameiginlegri alþjóðlegri vitneskju um leið og hún kemur fram. Þá þyrftu menn ekki að óttast að lenda fimtíu til hundrað ár aftur í tímanum við það eitt að stíga yfir landamæri inni í miðri þessari litlu og þraungsetnu Evrópu. Halldór Kiljan Laxness. 110
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.