Tímarit Máls og menningar - 01.05.1958, Side 55
ATHUGASEMDIR UM BREKKUKOTSANNÁL
Hún getur fallið mönnum misjafnlega
vel eins og allar nýjungar, en til þess
að skilja bókina verður maður að
reyna að skilja sérkenni forms henn-
ar, í stað þess að ergja sig undireins
yfir ósamræmi hennar og stílrugli eða
yfir því sem bókin er ekki, eins og
minn góði vinur Elías Mar hefur gert
hér í þessu tímariti. Ég trúi hins veg-
ar að fyrsta skilvrði — fyrsta, segi
ég, en ekki eina — til að meta lista-
verk sem á það nafn skilið með réttu
sé að líta á það sem höfuðskepnu og
„óháðan heim“ í sjálfu sér. Og þegar
maður stendur andspænis höfuð-
skepnu er fávíslegt að sakast um að
hún sé ekki „eitthvað annað“.
Einkennandi um byggingu minn-
ingaverka er í rauninni oft að þau
hafa alls enga byggingu. Annað ein-
kenni sumra slíkra verka er kyrrstað-
an sem ríkir í þeim að meira eða
minna leyti. Þessi kyrrstaða stafar
ekki endilega af atburðaleysi þó at-
burðirnir séu oftast nær smáir, það
væri nær sanni að segja að hún stafi
af þeirri takmarkalausu sjálfselsku
sem er næstum skyldug í þessum verk-
um. Þrátt fyrir allar merkispersón-
urnar sem verða á vegi minningarit-
arans, þá er hann þó alltaf hinn eini
og hinn útvaldi, og aðrar persónur
eru aðeins til vegna hans. Játningar
Rousseaus eru athyglisverðar í þessu
sambandi, þar verður þetta sérkenni
einna átakanlegast; það má reyndar
teljast líklegt að Játningarnar, sem
eru ekki skáldverk heldur raunveru-
legar minningar, séu að einhverju
leyti bakhjall flestra þeirra sem síðan
hafa skrifað skáldsögur í formi minn-
inga eða minningar í formi skáld-
sagna.
Halldór Kiljan Laxness gengur al-
gerlega undir kvaðir minningaforms-
ins þangað til í fjórtánda kapítula
Brekkukotsannáls. í þeim köflum er
enginn tími, aðeins ómæld dýpt minn-
inganna. Þessir kaflar hafa enga
stefnu. Okkur virðist að þeir hafi ekki
annað hlutverk en sýna okkur þá ver-
öld sem sköpuð hefur verið handa
drengnum Álfgrími og sérstaklega
innréttuð fyrir hann af almættinu á
þann hátt að hann þurfi ekki að steyta
fót við steini. Það er regla minninga-
verksins: allur heimurinn er miðaður
við hinn útvalda, skapaður til þess
annað tveggja að gera honum alla
blessun eða alla bölvun. En eins og ég
hef þegar sagt, í Brekkukotsannál er
hjartans einfeldni minningaformsins
stundum skopstæld, lítum t. d. á bls.
15, fræðsluandann í frásögninni um
hrokkelsaveiðarnar. Önnur skopstæl-
ing, aðdáunarverð, er í þessum fyrsta
hluta bókarinnar, það er þátturinn af
Snorra á Húsafelli. Sá kafli, Háskóli
íslendínga, kann að virðast einhver
einkennilegasti útúrdúr bókarinnar.
En við skyldum nú samt varast að
líta á hann sem algerlega óþarfan út-
úrdúr. Hér þarf ekki að tala um þá
aðdáun Halldórs sem kemur þar enn
157