Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1958, Page 51

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1958, Page 51
ATHUGASEMDIR UM BREKKUKOTSANNÁL oft borið höfunda langt af leið epísks skáldskapar. Halldór Kiljan Laxness hefur frá upphafi átt hinn epíska anda í ríkum mæli, sem Sjálfstcett fólk er þegar glæsilegt dæmi um. En fyrir 1940 er form bóka hans miklu nær þeirri sundurgreiningarhefð sem hafði ríkt í evrópskri skáldsögu síðan á 19. öld heldur en form þeirra bóka sem hann skrifar eftir 1940. Frá þessu sjónar- miði leyfði ég mér áðan að kalla ís- landsklukkuna og Gerplu epískar skáldsögur, í þrengri merkingu orðs- ins, því að í þeim bókum fer epískur andi og epískt form saman, miklu fremur en t. d. í Sjálfstœðu fólki. 3. Stíll Hve undarlegt er þá ekki að lesa fyrstu síður Brekkukotsannáls! Það var næsta eðlilegt að ýmsir hugsuðu (eins og mér skilst að raunin hafi orðið): Getur þessi sami höfundur hafa skrifað Gerplu, íslandsklukkuna, Sjálfstœtt fólk? Hvílík kyrrstaða á þessum síðum, hve hetjusagan er þeim f j arlæg! — Því eftir epíska stíl- inn var Halldór Kiljan Laxness nú farinn að skrifa minningastíl. Og eins og allir vita eru þessar tvær stílteg- undir eins ólíkar og eldur og vatn. Minningaskáldsögur má telja sér- staka grein innan skáldsögunnar, mörg ágæt skáldverk hafa verið skrif- uð í því formi. Við íslendingar eigum eitt slíkt verk sem við getum ófeimnir teflt fram á vettvangi „heimsbók- menntanna“, það er Fjallkirkjan eftir Gunnar Gunnarsson. Og það er at- hyglisvert að Halldór Kiljan Laxness birti fyrir nokkrum árum, meðan hann var að vinna að Brekkukots- annál, ritgerð um Fjallkirkjuna, þar sem hann skipar henni við hlið tveggja frægustu verka heimsins þess- arar tegundar, A la recherche du Temps perdu eftir Proust og minn- inga Gorkís. Það er kunnugt að Hall- dór, eins og fleiri höfundar, hefur löngum haft þann sið að birta rit- gerðir um bókmenntaleg eða söguleg eða þjóðfélagsleg efni í tengslum við þá skáldsögu sem hann hefur verið að semja hverju sinni. Stíll, mál og bygging: allt þetta skýrist að nokkru þegar hafður er í huga skyldleiki þessa verks við þá teg- und skáldsagna sem ég kalla hér minningaskáldsögur. Stíll Brekkukotsannáls er það sem í fljótu bragði er ólikast um þá bók og þær skáldsögur Halldórs sem fara næst á undan honum. — Fornir höf- undar skiptu stíl í þrjá flokka: háan stíl, miðlungsstíl og lágan stíl. Sú skipting er ef til vill hálfellileg í dag, en þó virðist mér hún geta komið að nokkrum notum til að gera grein fyrir stílnum á Brekkukotsannál. Hinn sí- spennta, epíska stíl Gerplu vil ég þá kalla háan stíl, og stílinn á Brekku- kot.sannál mætti kalla lágan, í höfuð- 153

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.