Tímarit Máls og menningar - 01.05.1958, Qupperneq 15
,ÞAÐ SEM MEST RÍÐUR Á . .
sem byrjað var að stíga með þessari
samþykkt Alþingis, væri stigið til
fulls, þá myndi sú framkvæmd ekki
einasta vera okkur, sem byggjum
þessa eyju, hin öruggasta hamingju-
leið, heldur einnig fögur þjónusta við
þau öfl sem óska öllu mannkyni frið-
ar og lífs. Við gátum jafnvel hugsað
okkur að svo hreint verk sem það að
neita með einurð og festu hverskonar
hlutdeild og aðild í níðingsverkum og
vitfirringu styrjaldar, mætti verða
öðrum þjóðum, sem einnig mæðast
undir oki erlendrar hersetu, nýtt
vonarljós og styrkur og liðveizla við
kröfur allra þeirra er væru sama sinn-
is og við.
Það er vant að sjá hverjir eru til
forystu fallnir, og misjafnt hversu
menn bregðast við þá er þreyta skal
þá raun að standa við loforð sem auð-
veldast var að gefa, en átak og dirfsku
þarf til að standa við. — Þá fyrst sker
úr um manndóm og heiðarleik. Þó
fyrirgefst ef menn, óviðráðanlegra or-
saka vegna, fá ekki staðið við gefin
heit og hafa þó haft alla viðleitni til,
og eru þess bærir að gefa þar á fulla
skýringu, þá er gild verður tekin. Það
að falla undir merki sínu, heldur en
snúast til flótta, var um aldur aðeins
hetjunnar einnar og tölum ekki um
það.
Víst er okkur það illilega ljóst orð-
ið eftir hrakninginn í herstöðvamál-
inu, að við eigum ekki sem stendur þá
einurðarmenn í stjórn okkar, sem
þora að standa í stormi án priks og
hækju. En þeir áttu þá engu að lofa
ef þeir kviðu fyrir efndunum strax í
upphafi. Því það er siðleysi af verstu
tegund ef menn lofa því hástcfum á
opinberum vettvangi, sem þeir eru þá
þegar ráðnir í að svíkja við fyrsta
tækifæri.
Slíkur verknaður hlýtur alltaf sjálf-
ur að kalla á refsinguna, því þeim er
hann fremur treystir enginn framar.
11?