Tímarit Máls og menningar - 01.05.1958, Síða 58
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
tengja Ólaf og fóstbræður eru ein-
hvern veginn, þrátt fyrir hinn framúr-
skarandi hnút síðasta kaflans, of los-
araleg. Ahrifsbragðið má ekki vera
framleitt með vélrænum aðferðum.
í Brekkukotsannál aftur á móti er
þessu listbragði fengið stórum mikil-
vægara hlutverk, það mætti segja að
það sé bein afurð af innra eðli verks-
ins. Eða með öðrum orðum: Formið
á þessari skáldsögu er henni fullkom-
lega eiginlegt; það er vitnisburður
sem færri skáldsögur geta risið undir
en ætla mætti í fljótu bragði.
Ég talaði áðan um eitt einkenni
epísks skáldskapar, sem er sú tilfinn-
ing persónanna að þær séu að ein-
hverju leyti að leika hlutverk, upp-
fylla örlög; fyrirbæri sem ef til vill
mætti kalla epíska tvöföldun. Þessi
epíska tvöföldun er einmitt fólgin í
þeirri stórkostlegu og þó einföldu
hugmynd sem ber uppi Brekkukots-
annál. Æska Alfgríms er með nokkr-
um hætti endurtekning á æsku Garð-
ars Hólms. Og harmleikur Garðars
Hólms er að minnsta kosti ein af
mögulegum framtíðarleiðum Álf-
gríms. — Það kemur fram oftar en
einu sinni að „hlutverkið“ vakir
óljóst fyrir Álfgrími. Bls. 90—91:
Ég veit ekki hvort vitneskjan um
heimssaungvarann, sem hajði verið
hérna dreingur einsog ég, olli því að
ég jór óviti að taka efti.r saung og öllu
sem áíti skylt við saung (...) Ejtilvill
var það aðeins sami ómur sem hafði
vakið okkur báða ...
Og Garðar Hólm kemst við að sjá
æsku sína fyrir framan sig í líki Álf-
gríms. Bls. 119 segir hann: „Hann er
nær því að vera ég sjálfur heldur en
Garðar Hólm.“ Hvergi kemur þetta
þó Ijósar fram en í lok bókarinnar.
Þegar Garðar Hólm kveður Álfgrím
síðasta sinni segir hann: „Vertu kjur
heima hjá þér svo þú finnist ef kallað
verður á þig.“ — Til hvers? Til þess
að taka við hlutverkinu sem Garðari
Hólin er ofurefli. Enda segir Álfgrím-
ur um söng sinn: „(Ég held) aðþað
hafi verið ofarlega í hug mér um leið
og ég barst frammá pallinn, að ég
færi ekki erinda mín sjálfs.“ Og: „í
þessu hlutverki var ég svo einarð-
ur ...“ (bls. 300—301). Afstöðu Álf-
gríms til Garðars Hólms, hinni epísku
tvöföldun, sem er um leið hin epíska
samsömun, er nokkrum síðum framar
lýst með þessum orðum Shake-
speares, lögðum í munn Álfgrími:
Ó bæri ég til þess gæfu aS kveða af kurt
þaS kvæSi er þín, míns betra hálfs, sé vert!
Vegna þessa fær hin kontrapúnkt-
íska bygging Brekkukotsannáls aukið
og dýpra gildi. Um leið og saga Álf-
gríms er „innskot“ í sögu Garðars
Hólms er hún „Bildungsroman“
Garðars Hólms. Tvær hliðstæðar lín-
ur sem sameinast í óendanleikanum.
Aðferðin er, ef svo mætti að orði
160