Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1958, Side 67

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1958, Side 67
ATHUGASEMDIR UM BREKKUKOTSANNÁL sögu“, sjálfur mundi hann sennilega neita því harðlega. En Bre/cJcukots- annáll hefur samt sína heimspeki, í almennri merkingu orðsins, eins og flest rit hljóta að hafa. Og mér sýnist að heimspeki hans mætti flokkast undir einhverskonar pyrrhonisma. Undir einhverskonar pyrrhonisma, já, en dýpra er ekki hægt að taka í árinni. Eftirlitsmaðurinn bætir eftir- farandi fyrirvara við þá trúarjátn- ingu sína sem ég vitnaði í áðan: „Það á að minstakosti að leyfa hvurjum einum að lifa einsog hann sjálfur vill meðan hann aftrar ekki öðrum frá að lifa einsog þeir vilja.“ Þessi fyrirvari er að sjálfsögðu hinn mikilvægasti, gleymum því ekki, og hann sýnir að Brekkukotsannáll fellur náttúrlega ekki í gryfju algjörs pyrrhonisma sem hlýtur að leiða til uppgjafar og at- hafnaleysis. En einnig hér væri rangt að segja að höfundur skeri úr fyrir lesendur. í þrítugasta og sjötta kapítula stefnir hann saman Álfgrími og Garðari Hólm „á leiði Gabríels höfuðeingils“. Kaflinn endar á þessum orðaskiptum: En ef það skyldi nú sannast að Fígaró kunni ekki að raka, hafnarðu þá rak- aranum í Sevilla einsog hann leggur sig ásamt með sjálfum Rossini og allri hlfómsveitinni? Ég hef hlustað á miklar rökrœður um rakaramálið sem er eitt stœrsta mál hér á íslandi, sagði ég. En ég hef aldrei áður heyrt að maður eigi að trúa á rakara sem sannanlega kunna ekki að raka. Þú trúir þó vonandi draugasögum, sagði Garðar Hólm. Æ svei draugasögum, sagði ég. Já einmitt það, sagði hann. Mér skilst þú sért ívið lirokafullur úngl- íngur; ögn hafinn yfir mannkynið, ef ég mœtti orða það svo. Því mannkyn- ið hefur tilhneigíngu til að trúa draugasögum. Það er þess styrkur. Ef þú skeytir ekki þessum grundvallar- sannleilc um mannkynið þá er ég lirœddur um það gœti hefnt sín góði. Eg held það séu aungvir draugar til, sagði ég. Hann sagði: Andleg verðmœti mannkynsins hafa skapast af trúnni á það sem spekíngar afneita. Ég spurði þig áðan: hvað kýstu á krossgötum lífs þíns? En þú svaraðir mér ekki. Nú spyr ég þig, hvurnin œtlarðu að lifa ef þú afneitar ekki aðeins rakar- anum í Sevilla, heldur lika menníngar- gildi draugasögunnar ? Ég œtla að reyna að lifa einsog aungvir draugar vceru til, sagði ég. Og skifta mér sem minst af þessum heimsfrœga rakara sem aungvan hef- ur rakað. Garðar Hólm spurði: Ef sannað verður með náttúrufrœði eða sagn- frœði, eða jafnvel fyrir rétti, að upp- risan sé ekki nema miðlúngivel vitnis- föst, — œtlarðu þá að hafna H-moll- messunni? Viltu loka Péturskirkj- 169

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.