Tímarit Máls og menningar - 01.05.1958, Síða 19
HALLDÓR STEFÁNSSON
Dauðastríðið
Sveinn ætlaði í ferðalag. Það hafði
staðið lengi til og mikið verið um
það talað á bænum og af sumum
nokkuð gáleysislega, hent gaman að
því og gizkað á margskonar raunir
sem hann mundi lenda í. Seinast kom-
ust þessar umræður á það stig að
ferðasagan var tilbúin og búið að
segja hana nokkrum sinnum og með
ýmsum tilbrigðum áður en ferðalang-
urinn lagði af stað. Aðrir voru það
sem höfðu áhyggjur af þessu væntan-
lega ferðalagi og var í einlægni illa
við flimtingar hinna fyrri. En áhugi
heimilisfólksins á þessu fyrirhugaða
ferðalagi fátæks manns var ekki
minni en þó þjóðhöfðingi hefði
ákveðið kurteisisheimsókn til jafn-
ingj a síns.
Hann var búinn að vera vinnumað-
ur hjá foreldrum mínum í mörg ár og
hafði aldrei farið út fyrir landeign-
ina, en nú var hann að fara með skipi
til næsta fjarðar að heimsækja ætt-
ingja sinn. Það var stutt leið frá bæ
okkar inn í kauptúnið, en þangað
þurfti hann að fara til að komast í
skipið.
Vissra hluta vegna þótti nauðsyn
bera til að Sveinn hefði fylgd á þessu
ferðalagi. Hann hafði aldrei áður
ferðazt með skipi og húsbændum
hans var ekki grunlaust um að svo
flókið ferðalag kynni að vera ofvaxið
reynslu hans, svo ekki sé sagt vits-
munum. Nokkuð er það að ég, þrettán
ára gamall strákur, var sendur með
honum til að annast það sem krafðist
andlegs atgjörvis á ferðalaginu, svo
sem að biðja norsarana á skipinu um
far og greiða ekki meira en sannvirði
fyrir það og sjá til þess að ferðamað-
urinn yrði ekki að strandaglópi.
Sveinn var maður hár og þrekinn
og einkennilegur í vexti, dálítið
áþekkur sel sem stæði upp á endann.
Handleggirnir voru stuttir og héngu
eitthvað svo máttleysislega niður með
búknum sem var alveg sívalur. Hann
var ákaflega sterkur en ekki að sama
skapi verkhygginn. Það þurfti eigin-
lega að virkja hann og hafa eftirlit
með vinnubrögðum hans allan dag-
inn, en hann var viljugur og þægur og
ákaflega góður öllum skepnum. í við-
skiptum við fólk var hann jafnan fá-
121