Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1958, Qupperneq 29

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1958, Qupperneq 29
AUSTRÆNIR LÆRDÓMAR stjórn í Asíu sem situr ekki með grát- andi tárum við þjóðveginn og réttir fram betlihönd til Bandaríkjanna. Að hafa atvinnu og mat og föt og húsaskjól þykir venjulegum Vestur- landabúa kannske ekki mikið, þar sem þetta eru flestum okkar sjálfsagð- ir hlutir. En í Austurlöndum eru trú- arbrögð og heimspeki helztu vistföng- in, og spurningin um mat, föt og húsnæði er vandamál allra vanda- mála. Að tekizt hefur að leysa þetta vandamál í Kína hlýtur að vekja þá spurningu hvort heilaþvottur hinna rauðu standi ekki framar kynstrum af heimspeki og trúarbrögðum, og hvort þessi síðarnefndu gæði séu ekki í sumum þessara landa beinn ávöxtur eymdar, og einkum það hlutverk falið að koma í stað venjulegs neyzluvarn- ings. Ég átti þess ekki kost að hitta for- ustumenn Kínverja og hef því ekki aðstöðu til að segja fréttir af hugsan- legum ágreiningi forustunnar og al- mennings. Svo er að sjá sem allt sé steypt í sama móti. Alræði sósíalism- ans í Kína virðist viðurkennt fremur með samþykki en sakir ótta; það mætti kalla það alræði sem ekki hefur ótta að meginstoð sinni. Forustumenn Indverja eru há- menntaðir menn og það var mjög á- nægjulegt að hitta þá. Þeir hafa feng- ið að erfðum ofbeldisleysið sem er samgróið lífsskoðun Hindúa og birt- ist sem heimsafl í starfi Gandhis. Menn eins og Nehru, Prasad forseti, Radhakrishnan varaforseti, Maulana Azad menntamálaráðherra og aðrir, eru í hópi spekinga vorrar aldar, gagnmenntaðir mannvinir sem hafa tileinkað sér margt hið ágætasta í austrænni og vestrænni hugsun. Þessi stjórn næst-mannflesta ríkis í heimi kemur fram sem jafnvægisafl í heims- pólitíkinni, og þetta hlutverk, ásamt beinum árangri sem hún hefur náð í því að draga úr bjánalegum styrjöld- um Vesturlandabúa í Austurasíu, er svo mikilsvert að allt mannkyn á Ind- verjum mikla þakkarskuld að gjalda. Hins vegar er sá drátturinn sem mest ber á í svip Indlands, jafnvel við fyrstu sýn, hinn gífurlegi munur á forustumönnum Indverja og öllum fjölda þjóðarinnar. Annars vegar er stjórnin og mjög fámennur hópur menntaðrar yfirstéttar í flokki fremstu manna í heimi, bæði að sið- gæði og andlegu ágæti, hins vegar stendur meiri hluti landsmanna á litlu hærra þróunarstigi en mannkynið var um það leyti sem eldurinn fannst. Víst er að ef maður sér apahóp sitjandi í hring undir mangótré með þokkafull- ar laufléttar rófurnar, þá eru þeir stórum mun velsælli en fjölskylda í einhverju þorpinu sem situr á hækj- um sínum í rykinu, eða hinir ótelj- andi öreiga förumenn sem láta fyrir- berast á víðavangi eða sofa á gang- stéttum og brautarpöllum, hjúpaðir myrkri mannlegrar örvæntingar. 131
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.