Tímarit Máls og menningar - 01.05.1958, Qupperneq 29
AUSTRÆNIR LÆRDÓMAR
stjórn í Asíu sem situr ekki með grát-
andi tárum við þjóðveginn og réttir
fram betlihönd til Bandaríkjanna.
Að hafa atvinnu og mat og föt og
húsaskjól þykir venjulegum Vestur-
landabúa kannske ekki mikið, þar
sem þetta eru flestum okkar sjálfsagð-
ir hlutir. En í Austurlöndum eru trú-
arbrögð og heimspeki helztu vistföng-
in, og spurningin um mat, föt og
húsnæði er vandamál allra vanda-
mála. Að tekizt hefur að leysa þetta
vandamál í Kína hlýtur að vekja þá
spurningu hvort heilaþvottur hinna
rauðu standi ekki framar kynstrum af
heimspeki og trúarbrögðum, og hvort
þessi síðarnefndu gæði séu ekki í
sumum þessara landa beinn ávöxtur
eymdar, og einkum það hlutverk falið
að koma í stað venjulegs neyzluvarn-
ings.
Ég átti þess ekki kost að hitta for-
ustumenn Kínverja og hef því ekki
aðstöðu til að segja fréttir af hugsan-
legum ágreiningi forustunnar og al-
mennings. Svo er að sjá sem allt sé
steypt í sama móti. Alræði sósíalism-
ans í Kína virðist viðurkennt fremur
með samþykki en sakir ótta; það
mætti kalla það alræði sem ekki hefur
ótta að meginstoð sinni.
Forustumenn Indverja eru há-
menntaðir menn og það var mjög á-
nægjulegt að hitta þá. Þeir hafa feng-
ið að erfðum ofbeldisleysið sem er
samgróið lífsskoðun Hindúa og birt-
ist sem heimsafl í starfi Gandhis.
Menn eins og Nehru, Prasad forseti,
Radhakrishnan varaforseti, Maulana
Azad menntamálaráðherra og aðrir,
eru í hópi spekinga vorrar aldar,
gagnmenntaðir mannvinir sem hafa
tileinkað sér margt hið ágætasta í
austrænni og vestrænni hugsun. Þessi
stjórn næst-mannflesta ríkis í heimi
kemur fram sem jafnvægisafl í heims-
pólitíkinni, og þetta hlutverk, ásamt
beinum árangri sem hún hefur náð í
því að draga úr bjánalegum styrjöld-
um Vesturlandabúa í Austurasíu, er
svo mikilsvert að allt mannkyn á Ind-
verjum mikla þakkarskuld að gjalda.
Hins vegar er sá drátturinn sem mest
ber á í svip Indlands, jafnvel við
fyrstu sýn, hinn gífurlegi munur á
forustumönnum Indverja og öllum
fjölda þjóðarinnar. Annars vegar er
stjórnin og mjög fámennur hópur
menntaðrar yfirstéttar í flokki
fremstu manna í heimi, bæði að sið-
gæði og andlegu ágæti, hins vegar
stendur meiri hluti landsmanna á litlu
hærra þróunarstigi en mannkynið var
um það leyti sem eldurinn fannst. Víst
er að ef maður sér apahóp sitjandi í
hring undir mangótré með þokkafull-
ar laufléttar rófurnar, þá eru þeir
stórum mun velsælli en fjölskylda í
einhverju þorpinu sem situr á hækj-
um sínum í rykinu, eða hinir ótelj-
andi öreiga förumenn sem láta fyrir-
berast á víðavangi eða sofa á gang-
stéttum og brautarpöllum, hjúpaðir
myrkri mannlegrar örvæntingar.
131