Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1958, Qupperneq 65

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1958, Qupperneq 65
ATHUGASEMDIR UM BREKKUKOTSANNÁL um séð að það vœri ekki rétt ályktun. En það sem kom mér til að slá þessu fram var einmitt sú nærfærna skil- greining og gagnrýni á íslenzku eðli sem birtist meðal annars í þeim höf- uðás verksins sem ég var nú að tala um, en einnig í fjölmörgum öðrum atriðum, stórum og smáum. En enginn skyldi ætla að hinar kímilegu hliðar málsins komi ekki líka fram. Kímni Brekkukotsannáls, sem ég hef þegar minnzt á í sambandi við mál og stíl, er eitt af því sem setur glit á bókina. Sú kímni er oftast nær ákaflega hógvær og þó beinskeytt. Við þekkjum t. d. öll blaðafyrirsagn- ir líkar þeim sem standa á bls. 92, um frægð Garðars Hólms: „íslenskur saungur í útlöndum; íslensk listfrægð ytra; íslensk tónlist erlendis; heimur- inn hlustar á Island; þýðingarmiklir tónleikar í heimsborg, eða: íslandi fagnað í stórblaðinu Le Temps“: þær eru ekki nema ofurlítið færðar í stíl- inn. Mætti ég líka benda á fyrstu síð- urnar í sautjánda kapítula, þar verð- ur kímnin að háði sem er óviðjafnan- lega margrætt og óhlífið. Ef við viljum finna siðferðilegan boðskap í Brekkukotsannál, handan þeirrar margháttuðu gagnrýni sem ég hef nú leitazt við að gera nokkra grein fyrir, — og þrátt fyrir hana, — þá ber sjálfsagt að leita hans í þeim anda umburðarlyndis sem streymir um bókina. Sá umburðarlyndisandi, sem verður nánast að líta á sem heim- spekilega afstöðu, kemur einna greini- legast í ljós í kafla sem ég hef þegar minnzt á, og ég tel reyndar einhvern fegursta kafla bókarinnar, í hæð við allt það stórkostlegasta sem Halldór hefur áður skrifað, það er sextándi kapítuli, samtal „eftirlitsmannsins“ og „veraldarsaungvarans“: Það koma oft til mín ríðandi menn og fara af baki fyrir utan hjá mér; þeir eru kanski að leggja uppí lángferð, kanski líu dagleiðir eða meira. Það sem ég get gert fyrir þá er að halda í ístaðið hjá þeim meðan þeir eru að fara á bak. Ég álít að upphaf vellið- unar sé fólgið í því að vera ekki að skifta sér af hvurt aðrir menn œtla. Mér líður vel að því leyti sem ég tel sjálfsagt að hjálpa hvurjum og einum að komast þángað sem hann vill. Annar kapítuli, sem virðist hafa hneykslað marga, verður ekki skilinn nema mikilvægi þessa tema bókarinn- ar sé haft í huga. Það er kaflinn um Rakarafrumvarpið. Mönnum kann að sýnast að þessi kafli sé ekki í neinu samhengi við annað efni bókarinnar og gegni þar engu hlutverki. Það er öðru nær. Ég get ekki stillt mig um að lýsa aðdáun minni gagnvart þessari meist- aralegu skopsýningu á fyrirbæri, sem væri sjálfsagt ósanngjarnt að kalla séríslenzkt, en dafnar þó einna þroskamestu lífi á íslandi. Það er hin 167
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.