Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1958, Blaðsíða 59

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1958, Blaðsíða 59
ATHUGASEMDIR UM BREKKUKOTSANNÁL komast, lífræn, enginn vottur vélræns tilbúnings. Hún er einnig lífræn í þeirri merk- ingu að ævi Alfgríms má ekki skoðast sem einhverskonar yfirnáttúrleg end- urtekning, samkvæmt forákvörðun og nauðhyggju, á ævi Garðars Hólms. Alfgrími er einmitt frjálst að leggja sinn skilning í „hlutverkið“: Ég skal aðeins drepa á eitt atriði í þessu sam- bandi, vegna þess að það er sérstak- lega mikilvægt. í lok bókarinnar sjá- um við Alfgrím vera að taka fyrsta skrefið á ógæfubraut Garðars: hann er búinn að taka við ávísuninni, selja sig „menningarhandkurru“ Gúðmún- sensbúðar. En liann fer ekki lengra, liann afsalar sér ávísuninni, hann tek- ur aðra stefnu. Þar af leiðandi er leyfilegt að vona að Álfgrími muni takast það sem Garðari Hólm tókst ekki. Það er von þessarar bókar. „Hjarðljóðið súngið af hetjutenór, það er sjálfur hj ákátlegleikinn upp- málaður,“ stendur í Brekkukotsannál. En Brekkukotsannáll sjálfur verður ekki hjákátlegur þrátt fyrir þessa blöndun hjarðljóðs og hetjukviðu. Við vitum nú, meðal annars af því Halldór Kiljan Laxness hefur sagt okkur það, að engin fegurð er til nema í skugga sinnar eigin andstæðu. Ekki heldur fegurð í list. Stórfengleg list fær okkur oft þeirrar tilfinningar að listamaðurinn hafi farið þann eina veg sem fær var, og ef aðeins hefði skeikað einu striki, einum stafkrók, þá hefði hann hrapað niður í hið ban- væna djúp meðalmennskunnar og smekkleysisins. „L ’art des vers,“ hef- ur Aragon sagt, „est l’alchimie qui transforme en beautés les faiblesses.“ Skáldskapurinn er sú gullgerðarlist sem breytir ófullkomleikunum í feg- urð. 5. Mikrokosmos = makrokosmos Margar skáldsögur Halldórs Kilj- ans Laxness gerast á þröngu sviði, sumar á mjög þröngu sviði, svo sem Sjálfstœtt fólk og Ljós heimsins. Þetta þrönga svið táknar þó alltaf annað og meira en sjálft sig, það er smá- mynd stórs sviðs, heils lands, heils heims, og eins getur tíminn sem sög- urnar gerast á táknað aldir: Bjartur í Sumarhúsum og Jón Hreggviðsson sýnt alla baráttu íslenzkrar þjóðar í þúsund ár, eins og sagt hefur verið. Halldór er einn þeirra höfunda sem þröngva öllum heimi og öllum tíma inn í bækur sínar: smáheimur þeirra er jafngildi stórheims: makrokosmos í mikrokosmos. Þessu er líkt farið um Brekkukots- annál og aðrar bækur Halldórs, en með sérstökum hætti þó. — Ég vænti að ég sé ekki einn um að hafa veitt því athygli hvað Reykjavík, „höfuð- staðurinn okkar tilvonandi“, er ákaf- lega lítil í Brekkukotsannál og hve líf- ið sem þar er lifað er samþætt úr fá- um þráðum. Veit ég vel að sú Reykja- TÍMARIT MÁLS OC MENNINCAR 161 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.