Tímarit Máls og menningar - 01.05.1958, Qupperneq 12
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
ar dómgreindar er lítil þjóð verður að
eiga sér í miklum vanda.
En þá ber svo við, að í staðinn fyrir
að leita gagnraka, þá beita vinir her-
setunnar nýju vopni: Þeir þegja, —
að mestu.
Þannig er þó ekki unnt að hlaupa
frá hlutunum fyrir þá sem haft hafa
með höndum í umboði þjóðar sinnar
hin viðkvæmustu örlagamál, án þess
að játa um leið með þögninni að þeir
hafi brotið af sér þann trúnað, er
þeim var sýndur og séu hans aldrei
framar verðir til neinna hluta. Þá inn-
hverfu hlið málsins hljóta þeir að gera
sér ljósa, þeir menn er 28. marz 1956
lofuðu því að leysa íslenzka þjóð
undan fargi erlendrar hersetu.
Það skal tekið fram að ekki munu
þó allir þeir er að þeirri samþykkt
stóðu, eiga sameiginleg viðhorf í því
er viðkemur efndunum. En þeir er
bregðast vildu í málinu hafa hingað
til öllu ráðið og gengið kynlegum
fótaburði á band þeirra manna er sjá
því aðeins framtíðarvon fyrir þessu
landi, að hér sé um aldur og ævi
bandarískur her, svo ekki þurfi niður
að falla hermang, smygl með vín og
tóbak og tyggigúmmí, vændi, sala
ónýtra setuliðsbíla og annað furðu-
legt brask, sem þessir menn hljóta að
telja ómissandi undirstöður menn-
ingarlegs þjóðlífs í landinu, — að því
ógleymdu að annar möguleiki er til:
að allt verði þurrkað út í snöggum
svip, vont mannlíf og gott.
II
Ég sagði að unnendur stríðsundir-
búnings á íslandi beittu nú nýju
vopni í baráttunni fyrir áframhald-
andi hersetu, þeir þegðu, að mestu.
Þeir hafa ekki reynt að bera á móti
því að dvöl hersins myndi smátt og
smátt, og æ því meir sem lengra líður,
lama frelsisþrá þjóðarinnar, slæva
siðferðiskennd hennar og sjálfsvirð-
ingu, gera hana öðrum háða efna-
hagslega og svipta hana allri reisn og
öllum metnaði, — og fyrir utan allt
þetta og framar öllu þessu setja hana
í þá hættu sem hún undir engum
kringumstæðum slyppi lifandi frá, ef
svo fer fram sem nú horfir.
Það mun sannast sagna að ástæður
fyrir hersetunni, sem þessir menn þó
hljóta að búa yfir hið innra með sjálf-
um sér, eru ekki þess eðlis að þær þoli
með öllu dagsins ljós. Sjálfsagt telja
margir þeirra að þeir hafi af henni
svo mikinn peningalegan hagnað fyrir
sjálfa sig og vini sína, að fráleitt sé
að skara slíkri glóð frá köku sinni.
En það gætu illgjarnir menn kallað
persónuleg sjónarmið og því bezt að
flíka þeim sem hóflegast.
Og þá er að grípa til þess hálmstrás
sem eitt er eftir og hanga í því af öll-
um alvöruþunga (væntandi þess að
okkur hinum lítist það gott) og styrkj-
andi stráið sí og æ með tilvitnunum í
ummæli Dullesar um ágæti þess. Þetta
hálmstrá er sú fullyrðing að við séum
að þjóna heimsfriðinum með því að
114