Tímarit Máls og menningar - 01.05.1958, Síða 73
UMSAGNIR UM BÆKUR
son) Nordal á undan Sigurði Jónssyni, Jón
(Jónsson) úr Vör á undan Jóni Loftssyni
(hálfum dálki framar en hann ætti annars
að vera), o. s. frv. — En slíkum smátíningi
af aðfinnslum má vitanlega lengi halda
áfram, og rýra þær þó í litlu heildargildi
bókarinnar.
Hafi Stefán þökk fyrir þetta rit sem önn-
ur er hann hefur samið til að gera íslenzk
fræði aðgengilegri, ekki sízt útlendingum!
Á. B.
Guðmundur Frímann:
Söngvar frá sumarengjum.
Útgáfan Dögun, Akureyri, 1957.
að er óvenjulegt, að heiti kvæðabókar
segi til um innihaldið. En Guðmundur
Frímann er skáld árstíðanna og yrkir þó oft-
ast um sumar og haust. Hann er sveitamað-
ur í sér og gengur í huganum á teig heima
í dalnum, þar sem hann sleit barnsskónum.
Bókin ber því réttnefni, og er það góð til-
breyting.
„Svört verða sólskin" hét næstsíðasta bók
Guðmundar, og þótti þá mörgum sem hann
hefði þokað sér all-framarlega í fylkingu
góðskáldanna. Sannarlega er hún indæl bók
og í henni nokkur forláta-kvæði, sennilega
þau beztu, sem skáldið hefur ort. Ég er ekki
viss um, að „Söngvar frá sumarengjum"
standi henni á sporði, og þó má hitt réttara
vera, að nú þyki lesandanum aðeins skorta
á nýjan tón, fjölbreyttari yrkisefni. „Nýir
siðir með nýjum herrum" er regla, sem líka
má hafa til hliðsjónar, þegar nýjum bókum
er hleypt af stokkunum.
En fylgjum nú skáldinu um stund á
göngu þess:
Sunnan af engjum blærinn ber
blómangan heita að vitum.
Blessaður fífuflóinn er
fannhvítur yfirlitum.
Leika sér síglöð sílisböm
saman í ferginspytti.
Stendur í grænni stekkjartjöm
störin vot upp í mitti.
(„Sumarkvæði").
Og í „Kóngsbænadagskvæði", einu bezta
ljóði bókarinnar, er þetta erindi:
Mjúkt um heiði og háfjöll
himinbláminn vefst,
breytir þeim í bláfjöll
bæði neðst og efst.
Áin kveður rámri raust
rímu sína í giljum, —
stígur hún í hyljum
hringdans endalaust.
Nokkur kvæðaefni em sótt í gamlar heim-
ildir — um mann, sem fórst í Blöndugljúfr-
um; annan, sem var brenndur á Alþingi;
þriðja, sem varð úti í Norðurárdal, og um
Selbelgju-syni. Ekki tekst skáldinu í þess-
um kvæðum að hrífa hug lesandans með
sér sem skyldi, nema ef vera kynni í hinu
síðasttalda, þar sem óljóst grillir í harmleik
um glæp og refsingu dýpst niðri í myrkra-
veröld miðaldanna.
Eitt erfiljóð er í bókinni og hefði að
ósekju mátt sleppa því. Það er ekki öllum
skáldum gefið, eins og Bjarna, Jónasi og
Matthíasi, að fljúga hvað hæst í þeim kveð-
skap.
Eins og fyrr á Guðmundur Frímann það
til að yrkja skemmtileg ástaljóð. „Kvæðið
um Gullinkollu“ er ef til vill haglegasti
smíðisgripurinn í þessari bók, listavel kveð-
ið og undarlega samantvinnað úr mörgum
og mislitum þráðum.
Mikill ljóður finnst okkur Sunnlending-
um það á ráði þessa ágæta skálds, hversu
mjög það yrkir við hæfi þeirra, sem rugla
saman hv og kv, svo að notuð séu orð Jóns
Helgasonar um það hvimleiða fyrirbæri.
Þórarinn Guðnason.
175