Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1958, Qupperneq 49

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1958, Qupperneq 49
ATHUGASEMDIR UM BREKKUKOTSANNÁL myndaflaura aðhald formsins. Þetta er mjög áberandi í æskuverkum hans, bæði í Vejaranum og annars staðar, sömuleiðis í Sölku Völku og Sjálf- stœðu fólki, og þessi tilhneiging er ekki með öllu horfin í Heimsljósi þó að þar gæti meiri hófsemi. Þessi með- fædda mælska hefði að sjálfsögðu getað orðið hættuleg hverjum meðal- höfundi, og það er enn eitt dæmi um ágæti rithöfundarins Halldórs Kilj- ans Laxness að hún fellir lítinn skugga á snilld hans. En mikilvægi þeirrar stílbreytingar sem verður með Islandsklukkunni (1943) er ljósari þegar þetta er haft í huga. Um þær fjórar skáldsögur Halldórs sem komið hafa út eftir 1940 má með sanni segja að þær hafa allar komið lesendum „jafnmikið á óvart“. En ef við setjum svo að þær hefðu komið út í annarri röð, t. d. þessari: íslands- Jclukkan1 — Gerpla — Atómstöðin — Brekkukotsannáll, þá hefði hissa manna ef til vill orðið nokkru minni. Með því vil ég segja að þessum fjór- um skáldsögum megi fyrir ýmsra hluta sakir skipa saman tveim og tveim: íslandsklukkunni og Gerplu, Atómstöðinni og Brekkukotsannál. Þessi flokkun er að sjálfsögðu ekki pottþétt frekar en aðrar flokkanir, það er til dæmis margskonar munur og mikill á íslandsklukkunni og Gerplu, og ýmislegt sem áunnizt hafði í íslandsklukkunni er hagnýtt í Atóm- stöðinni, á sama hátt og þeirrar miklu rannsóknar á íslenzkri tungu sem er undanfari Gerplu sér merki í Brekku- kotsannál. Um íslandsklukkuna og Gerplu er líkingin augljósari í fljótu bragði. Hvor tveggja bókin er epík í þrengri merkingu orðsins. Hvor tveggja fjallar um liðnar aldir. Ein- hver kynni að vísu að segja að Gerpla sé ekki epík heldur anti-epík. Þetta er aðeins rétt að því leyti sem hún er gagnrýni á hetjudýrkuninni, en form- ið sem höfundur ljær þessari gagn- rýni er í hæsta máta epískt form. Eflaust má líta svo á að hið lausa form Atómstöðvarinnar beri vitni um nokkurskonar tilslökun höfundar við sjálfan sig, sem honum hafi verið nauðsynleg eftir þá miklu spennu sem þurft hefur til að skapa hetjusöguna af Jóni Hreggviðssyni. En hinu ber ekki heldur að gleyma að Atómstöðin er millispil milli tveggja höfuðverka, og líkingin milli forms Atómstöðvar- innar og Brekkukotsannáls felst held ég í því að höfundur hefur í síðari bókinni gagnunnið og fullkomnað ýmislegt sem drög lágu aðeins til í stíl, byggingu og efni Atómstöðvar- innar. 2. Hinn epíski andi Það er einkennandi um ýmsar mestu skáldsögur þessarar aldar að þær geta ekki í neinni venjulegri 1) Ég á við allar þrjár bækumar um Jón Hreggviðsson. 151
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.