Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1958, Page 5

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1958, Page 5
HALLDÓR KILJAN LAXNESS Svar við mörgum bréfum T7 insog víst flestir rithöfundar nú á dögum fæ ég fjölda bréfa frá blöðum, tímaritum eða ^ öðrum fyrirtækjum víða um lönd, sem vilja hafa af mér einhverskonar algild svör um það hvernig eigi að hjálpa veröldinni útúr ógaungum í stjómmálum. Það er ein meinlokan í nútímanum, að rithöfundar, eitt hinna fáu félaga sem er tekið enn minna mark á en götusóparafélaginu, nema þeir séu þá sóparar stjómmálamanna, hafi einhverja sérgáfu til að vera barnfóstrur ráðherra og hershöfðíngja. Oft eru bréf þessi, þó þau berist annan daginn úr Búlgaríu hinn úr Bandaríkjum, svo samhljóða að ætla mætti að einhversstaðar væri miðstöð sem dreifði þessu út af stríðni við menn, einsog hinum alkunnu guðsorða-keðjubréfum (með hótunum til viðtakenda um að þeir skuli verða fyrir slysi ef þeir sendi ekki bréfið áfram í allar áttir). Einsog guðsorða- bréfin em þessar stjómmálafyrirspurnir ævinlega í sama stílnum. í hinum síðar nefndu eru étnar upp eftir stjórnmálamönnum stjarfar formúlur sem oftast tákna eitthvað alt ann- að en liggur í orðunum. Oft er ekki hægt að svara þessu fyr en manni hefur tekist að brjóta stirðnuð orðatiltækin utanaf kjamanum. Enda er sú raunin, ef maður freistast ein- stöku sinnum til að svara bréfi af þessu tagi, þá er undir hælinn lagt að svörin fáist birt í riti því sem gerði fyrirspurnina, ellegar bitinn er úr þeim bakfiskurinn með tilheyrilegri afskræmíngu, svo þau Hta út á prenti einsog flokkskontórista-jórtur eða viskan úr einhverri nefnd. Ég geri hér útdrátt úr algeingustu formúlunum og læt fylgja stuttar athugasemdir, ekki af því ég hafi ekki margsvarað þessu áður, heldur af því dagleg svör við þessu þráklifi virðist heyra undir skyldustörf rithöfunda nú á tímum, jafnvel þó svörin séu ekki birt; og hér í Tímaritinu hef ég að minsta kosti vissu fyrir að fá þau prentuð óbreingluð. Fyrsta íormúla. Hvað segið þér um herstöðvar stórvelda í öðrum löndum? Mig brestur þekkíngu til að ræða um skotpláss útum víða veröld, ég veit aðeins um skotpláss í landi mín sjálfs. Við höfum hér amrískar herstöðvar á friðartímum. Þeim var leyft hér aðsetur eftir vinnuaðferðum stjórnmálamanna í frumstæðum löndum. Fyrst var almenníngi lofað að hér skyldi aldrei verða herstöð útlendínga á friðartímum, síðan var herstöðin sett upp áður en búið væri að sleppa orðinu. Við íslendíngar erum í sumu dálítið frumstæðari en aðrir norðurlandamenn. í löndum þar sem stjórnmálamenn, en ekki mentaður almenníngur, eru raunverulegir valdhafar, þar er stjómarvöldunum gefið grænt Ijós að fara sínu fram, án tillits til venjulegra siðgæðishugmynda. í siðuðum löndum fá stjórnmálamenn sjaldan óskoruð völd. Óvild í garð amrísku þjóðarinnar er ekki til hér á íslandi, og þess hefur herinn notið. Við höfum heldur aldrei deilt á ameríkustjórn fyrir að vilja hafa hér skotpláss, því við vitum of vel að ásælni er eðli heimsvelda, sumir mundu segja ógæfa þeirra. Við höfum deilt á stjórnmálamenn hér innanlands fyrir aðgerðir þeirra, og á norðmanninn Halvard

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.