Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1958, Qupperneq 72

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1958, Qupperneq 72
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR íinna ýmsa þá hluti sem Seip segir að bendi til norsks uppruna. Og sumar villur skóla- bama hérlendis í dag eru þesslegar að eftir þessari kenningu Seips hefðu þær bent til norsks uppruna, ef þær kæmu fyrir í fom- um handritum! Mér virðist því höf. hafa mátt taka dýpra í árinni að þessu leyti. Næst er rætt um helgikvæði og veraldleg kvæði allt til siðaskipta, þá ritstörf klerka- stéttarinnar í fornöld, og sagnaritun. Þar er á 86.—88. bls. bókarskraut að bragréttum þýðingum (á ensku) úr rímum. Annars er þarna m. a. gerð grein fyrir þeim andstæðu kenningum sem eru uppi um uppruna Is- lendinga sagna, þar sem er annars vegar sú skoðun að sögumar hafi verið fullmótaðar í munnmælum manna á milli áður en farið var að skrifa þær, verk höfundanna hafi sem sé varla verið annað en skrifa þær upp — í mesta lagi steypa saman nokkrum þátt- um í eina sögu (hin arftekna skoðun sem m. a. Finnur Jónsson hélt fram), og hins vegar sú kenning að hver saga sé sjálfstætt listaverk og þær séu ekki nema að hverfandi litlu leyti skráðar eftir samfelldum sögum í munnlegri geymd (Sigurður Nordal, Einar 01. Sveinsson o. fl.). Vitanlega gera menn svo fyrirvara um ýmsar einstakar sögur. — Stefán minnist m. a. á útgáfu Fornritafé- lagsins og segir rækilega fré skoðunum for- ráðamanna hennar um þetta efni, enda seg- ist hann „vonast til þess að þetta verk verði til að kynna skoðanir þeirra" (128. bls.). — Síðan koma sérstakir kaflar um ættasögum- ar, Sturlungu, fornaldarsögur, riddarasögur og ýmsar ýkjusögur (svonefndar „lygisög- ur“; það er annars ankannalegt af Stefáni að rita bæði Fomaldar Sögur og Lygi Sögur á enska vísu). Þá koma kaflar um bóka- starfsemi siðaskiptamanna og endurreisnar- manna, vikivaka og alls kyns kveðskap. Þar hefur fallið niður á 193. bls. að geta um útgáfu Guðbrands Jónssonar 1946 á ævisögu Jóns Ólafssonar Indíafara. Næstu kaflar em svo um upplýsingarstefnuna, rómantísku stefnuna og raunsæisstefnuna á 19.—20. öld. Þeir kaflar eru mjög greinargóðir og skýrir, og ef til vill tiltölulega hinir rækileg- ustu í bókinni. Ekki kann eg samt við að þar er hvergi í textanum minnzt á að rithöf- undurinn Nonni hafi heitið annað en Jón Svensson á íslenzku, en hins vegar kemur rétt mynd nafnsins fram í nafnaskrá. Um Þorstein Erlingsson er þar og sagt að hann hafi verið fæddur að Stóramörk í Fljóts- hlíð, en hið rétta er að hann fæddist í Stóm- mörk undir Eyjafjöllum og ólst upp í Hlíðarendakoti í Fljótshlíð („Fyrr var oft í koti kátt“ er sjálfsagt orðaleikur um Hlíðar- endakot). Og ekki kann eg heldur við það orðalag um Þorstein að hann hafi „hatað“ Einar Benediktsson fyrir peningamannlega afstöðu hans til fossanna. Síðustu kaflar bókarinnar eru um yngstu skáldin (til 1956) og vestur-íslenzk skáld. Okkur heimamönnum er fengur að þessu yfirliti um þau. Að sjálfsögðu má endalaust deila um það livað taka ber með og hverju sleppa í yfir- litsriti sem þessu, en mér hefði þótt eðli- legt að annálaritun hefði verið ætlað ögn meira rúm en gert er. I þeim köflum bókar- innar þar sem það á við er sagt frá íslenzk- um fræðimönnum er starfað hafa að íslenzk- um fræðum við háskóla á íslandi eða vestanhafs. Þann kafla hefði verið mjög æskilegt að fá fyllri með því að fá yfirlit um þá íslendinga sem unnið hafa að þeim fræðum við háskóla í Evrópu. Mér koma þar t. d. í hug Hermann Pálsson í Edinborg og Sveinn Bergsveinsson í Berlín, sem báðir voru búnir að vera allmörg ár við þau störf 1956. Sú regla höf. að raða samnefndum mönn- um í nafnaskrá skilyrðislaust eftir föður- nafni þeirra, þó að þeir eigi sér annað þekktara eftirnafn, finnst mér óhagkvæm; með því móti verður Sigurður (Jóhannes- 174
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.