Tímarit Máls og menningar - 01.05.1958, Síða 68
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
unni aj því það haji komið uppúr
dúrnum að hún er jarteikn rángra
líjsskoðana og mundi koma mönnum
að betri notum sem hestarétt? Þvílíkt
dœmalaust slys að jreir Giotto og Fra
Angelico skyldu haja jlœkt sig í fölsku
hugmyndakerfi sem málarar, í stað-
inn jyrir að halda sér að raunsœis-
stejnunni! Sagan um Maríu mey er
auðvitað einsog hver önnur skreytni
óvandaðra manna; og sá maður
svindlari sem leyfir sér að andvarpa:
pietá Signor.
Þessi síða er óneitanlega umhugs-
unarverð, og umdeilanleg. En það
væri ef til vill erfitt að ákvarða hvor-
um aðilanum höfundur fylgir frekar
að málum, Álfgrími sem ætlar að
„lifa einsog aungvir draugar væru
til“ eða Garðari Hólm sem veit að
það getur hefnt sín ef maður skeytir
ekki þeim grundvallarsannleik að
„mannkynið hefur tilhneigíngu til að
trúa draugasögum“.
Vegna þessa er Brekkukotsannáll
ekki bjartsýn bók, von hans er grírnu-
búin. Því mæðurótt umburðarlyndi
er fögur mannshugsjón, en það hafn-
ar ýmsum enn stærri hugsjónum. Það
hafnar til að mynda, ef vel er að gáð,
hugsjón réttlætisins. Gerpla er, þó
undarlegt kunni að virðast, bjart-
sýnni bók, í öllu neikvæði sínu, held-
ur en Brekkukotsannáll. Pyrrhonismi,
jafnvel þó hann birtist með góðlát-
legu brosi, er alltaf hálft í hvoru
pessimismi.
En svartsýni Brekkukotsannáls er
ekki alger. Það er leyndardómur
hinna mestu harmleikja að þeir
sökkva ekki áhorfandanum niður í
djúp vonleysisins: upp úr bölinu rís
að lokum ný framtíð. Það var ef til
vill þetta sem vakti fyrir Grikkjum
þegar þeir töluðu um katharsis. Mig
langar til að tilfæra hér ummæli
tveggja mikilla gagnrýnenda um þetta
efni; enda þótt þeir standi algerlega á
öndverðum meiði í andans ríki hygg
ég að skoðanir þeirra kunni að fá
birtu hvor af annarri, og hvor þeirra
um sig muni bæta upp það sem hinni
er ábótavant.
Georg Lukács kemst svo að orði á
síðustu síðum ritgerðar sinnar, Die
Tragödie der modernen Kunst (sem
fjallar um Doktor Faustus Thomasar
Manns):
í mestu harmleikjum Shakespeares
skín að lokum Ijós nýs heims, sem rís
úr hinum tragísku myrkrum. Og hver
getur krajizt þess að Shakespeare láti
í té nákvœma þjóðfélagslega lýsingu
á þessum nýja heimi? Er ekki nóg að
sýn þessa heims er þess megnug að já
Ijósi og skugga harmleiksins rétt
Jijóðfélagsleg, andleg og listrœn hlut-
föll og þýðingu.
Hin ummælin eru eftir Nietzsche:
/ Ödípusi í Kolonos sjáum við þessa
sömu gleði (gagnvart hinni díalekt-
isku lausn atburðaflœkjunnar), en
hér er hún sýnd í óendanlega skœru
170