Tímarit Máls og menningar - 01.05.1958, Side 20
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
látur, næstum sljór, en allar skepnur
umgekkst hann af miklum skilningi
og þær hændust að honum.
Ekki veit ég hví hann var kallaður
Sveinn dauði, það þótti ekki háttvísi
að vera að spyrja um slíkt, en hann
var vissulega lifandi og ekkert dauð-
yflislegur í átökum sínum. Mér datt
helzt í hug að hann hefði legið úti á
fjöllum í blindhríð og sterkviðri og
menn hefðu haldið hann dauðan þeg-
ar hann fannst en svo hefði hann
hjarnað við. Og stundum hljóp hug-
myndaflugið svo í gönur með mig að
ég þóttist viss um að hann hefði fyrr
á öldum lifað af svartadauða, þvert
ofan í álit manna og öll líkindi. Og ég
er ekki enn viss um nema eitthvað
hafi verið hæft í þessu hugarflugi, svo
var maðurinn forneskjulegur.
Okkur kom vel saman, því hann tók
oft af mér verk sem ég var of latur til
að vinna en ég svaraði aftur fyrir
hann fullum rómi ef einhver var að
stríða honum eða bera brigður á
gáfnafar hans. Þessi samvinna kom
báðum vel og þóttist hvor um sig
græða á henni. Ég efast um að hann
hefði farið þessa ferð í fylgd nokkurs
annars, að undanskildum föður mín-
um, því hann var tortrygginn gagn-
vart manneskjunni í heild, og sýndi
það að hann gat lært af reynslunni þó
hann væri ekki djúphygginn.
Eftir mikla kveðjuathöfn á hlaðinu
heima héldum við af stað og heyrðum
lengi kallað á eftir okkur heilræði og
háðsglósur, en við vorum of sjálf-
stæðir ferðalangar til að láta okkur
nokkru skipta slíkan hégóma.
Skammt fyrir utan kauptúnið sett-
umst við og Sveinn tók danska skó
upp úr poka sínum og dró á fætur sér
í stað kúskinnsskónna sem hann hafði
gengið á. Síðan spásséruðum við inn
í þorpið eins og hverjir aðrir kaup-
staðarbúar.
Ég var staðráðinn í því að okkur
skvldi takast vel ferðalagið og gera
að engu hrakspár og getsakir sumra.
Þessvegna hafði ég vakandi auga á
Sveini og hátterni hans, og nú varð
mér litið á fæturna á honum og sá að
hann hafði hægrifótarskóinn á vinstri
fæti og þann vinstri á hægri. Ég taldi
það eitt af skylduverkum mínum á
þessu ferðalagi að koma í veg fyrir
að Sveinn gerði sjálfan sig eða heim-
ilið hlægilegt með afkáraskap og
hrópaði skelkaður:
Þú ert á öfugum skónum, Sveinn.
Hann virti fyrir sér skóna og svar-
aði góðlátlega: Ekki nema öðrum.
Ég gat þó talið hann á að skipta um
skóna, og að því búnu leit hann aftur
á þá og mælti hróðugur: Þarna sérðu,
það var bara annar.
Það gekk snurðulítið að komast
gegnum strákafans kauptúnsins þó
ekki skorti hróp og lítilsháttar skít-
kast. Svo fórum við um borð í norska
skipið og fengum far fyrir lítið gjald
hjá skipstjóranum, hvort sem það var
heldur að þakka frekju minni að tala
122