Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1958, Qupperneq 44

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1958, Qupperneq 44
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR fé. Það er ekki erfitt að vera barón- essunni sammála. Grípum hendi okk- ar eigin bókakost og veljum konunga- sögur Snorra. Þegar land okkar var í sárustu neyð héldu þær á lofti tákn- unum um þjóðarstolt vort og gáfu sögu vorri, frelsi voru dýpra inn- tak. Eða tökum okkur í hönd aðra sögu, sögu gyðingsins, gamlatestamentið. Hafa ekki hinar helgu bækur alltaf tengt saman hina dreifðu óhamingju- sömu gyðingaþjóð? Eða ævintýra- gersemina 1001 nótt. Barg ekki She- herazade lífi sínu dag eftir dag fyrir meira en 1100 árum í Bagdad einmitt með því að segja hinum grimma kalífa sögur? Og hvað sýnir ekki annar af okkar kynslóðar sjaldséðu fuglum, söguskáldunum, sem sé Lax- ness sem varðveitt hefur arf forfeðra sinna. í íslandsklukkunni og öðrum miklum verkum rekur hann upp mynd eftir mynd og sýnir hvaða þýðingu sagan hefur haft fyrir íslenzku þjóð- ina. Þegar hún var sokkin dýpst í eymd og niðurlægingu, bæði andlega og veraldlega hélt sagan henni uppi. Því hún var minningin um það að landið væri stórt og fagurt og umfram allt að það hefði einusinni verið frjálst. Það stóð í gömlum bókum og þær bækur urðu sál íslands. Víkjum svo aftur að því sem snilld- arskáldkonan segir: „Mér hefur veitzt sú gæfa að kynnast þjóð sem metur meira góða sögu en málsverð. Hjá henni fór sagan yfir fjöll ...“ Hún telur það gæfu að hafa kynnzt slíkri þj óð. Það gefur verðmæti hennar eig- in sagna nýjar fjarvíddir. Allar sögur Karenar Blixen gerast á harmleikasviði, ekki í hversdagsleik- anum. Viðburðirnir eru látnir gerast í fortíðinni svo skáldkonan á auðveld- ar með að láta persónur sínar koma fram og þróast í umhverfi sem við nú- tímafólk þekkjum ekki af eigin raun. Sagan er full af undrum, útúrdúrum, líkingum og sögum innan í sögunni eftir því sem henni miðar áfram í hennar eigin litauðga mynstri og með allar leiðir opnar fyrir óvæntasta endi, jafnvel hinn fáránlegasta. Hin slynga frásagnarlist skáldsins er mót- uð af hneigð til hins óræða, og undir stjórn Karenar Blixen er í sannleika sagt ekkert óhugsandi. En hún lætur alltaf forlögin, hin ósviknu forlög, fá sinn réttmæta skerf. Og kannski ein- mitt þessvegna heillumst við lesendur af list hennar. Gegnum sögur hennar gengur eins og rauður þráður: Líjið heimtar lífið að veði, en kímni og harmleikur skapa jafnvægið. Allar persónur hennar og aukaper- sónur líka eru leikarar á lífsins mikla leiksviði, og á því sviði er hátt til lofts og rúm fyrir öll mannleg afbrigði, að- eins ekki fyrir borgaralega þröngsýni og meðalmennsku. Handa þeim hefur drottningin á danska skáldtindinum ekkert aflögu. í „Jörð í Afríku“ segir 146
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.