Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1958, Side 7

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1958, Side 7
RITSTJ ÓRNARGREINAR ÞriSja formúla. Hvernig ó að draga úr ósamkomulagi milli austurs og vesiurs? Það er rugl úr stjórnmálamönnum að nokkurt ósamkomulag sé milli þeirra þjóða er byggja austur og vesturhelmíng jarðar. Austurlandamenn koma ekki þessu máli við. Satt er það, uppi eru hróp og hótanir meðal bandarískra og rússneskra stjórnmálamanna. Stjórnmálamenn væru ekki einsog þeir eru ef þeir töluðu öðruvísi. En það er vond landa- fræði, ef ekki eitthvað þaðan af verra, þegar því er haldið fram að Rússland sé síður vestrænt en Bandaríkin. Sama fólkshlandan byggir heiminn alla leið frá Uralfjöllum til Kyrrahafs. Það er ekki þarmeð sagt að alt þetta fólk sé nákvæmlega eins. Til dæmis eru rússar um marga hluti líkari bandaríkjamönnum en, skulum við segja, þjóðverjum. Og bretar hafa nokkra sérstöðu, þeir eru okkar kínverjar hér á Vesturlöndum. Það er skemti- legt að taka eftir hvað rússar og bandaríkjamenn eru líkir að hugmyndum og manngerð; báðir trúa á dugnað, afköst, verkfræði, vélar, stórfyrirtæki, hagspeki og púrítanisma; og bera utan á sér háspeki einsog laust kusk. Báðum þessum þjóðum líður illa ef aðrir dást ekki að þeim og elska þær, og báðum finst að gagnrýni á sér, verðskulduð sem óverð- skulduð, stafi af fjandskap; (ekkert var fjær bretum, meðan þeir voru og hétu, en skifta sér af hvað aðrir héldu um þá — og ekkert er fjær kínverjum); þó eru rússar og banda- ríkjamenn hvor öðrum líkastir þegar þeir taka til að hæla öllu hjá sér; (bretar geta verið hrokafullir, en aldrei dettur þeim í hug að fara að hæla sér; kínverjum ekki heldur). Hitt er satt, stjómmálamönnum hefur tekist að gera rússa og bandaríkjamenn hrædda hvora við aðra. Rússneskir stjórnmálamenn segja samkvæmt díalektiskum materíalisma, en hann samsvarar heilögum anda hjá kristnum mönnum, að almáttugt örlagaafl muni óhjákvæmilega tortíma þjóðskipulagi í Bandaríkjum. Baptistar í Ameríku kenna á móti að marxisminn, hávestrænasta kenning nútímans, uppfundin í Þýzkalandi og Einglandi, sé einhverskonar austurlandatrúvilla! Væri þó nær sanni að segja að Vesturlönd hafi með marxismanum lagt undir sig Austurlönd — í fyrsta skifti í sögu heimsins. Ameríka lifir enn undir áhrifum landnámsmanna sinna, hugsjónum verkamanna og sveitamanna sem ætla að verða ríkir fljótt í ónumdu landi; yfirstéttarmenníng í evrópsk- um skilníngi er þar ekki til þó amríkumenn hafi vitaskuld sínar óhæðistilhneigíngar að rjá við í efnahagskerfinu, og þær meira en litlar. Hvað rússum viðvíkur, sækir fom cæsar- ismi fast að þeim þrátt fyrir kenníngar þýskra og enskra heimspekínga sem byltíngin flutti þeim; og þeim geingur erfiðlega að losna við tilhneigíngu til rétttrúnaðar — kanski væri réttara að segja að þeir vilja ekki losna við kirkjufeður fyrir nokkurn mun. En ævin- lega finst það á, þegar farið er að ræða við rússa og bandaríkjamenn (sem ég hef stundum gert daglega árum saman), eða þegar einstaklíngar þessara þjóðerna mælast við, þá dá þeir hvor annars mannkosti og afrek meira en nokkrar tvær þjóðir sem nú eru uppi. Fjórða formúla. Hvað er óhrifamesfa ráðið til að bægja styrjöld frá? Það var einusinni íslenskur heimspekfngur sem sýndi frammá að hægt væri að koma í veg fyrir styrjaldir með því að gera að lögum í öllum löndum að þeir stjórnmálamenn sem hlut ættu að friðslitum skyldu skotnir fyrstir. í síðasta stríði var hinsvegar ekki farið að heingja stjórnmálamenn og hershöfðíngja fyren þessum aðiljum hafði tekist að eyða lífi meira en fjörutíu miljón saklausra manna. Vont er að hafa klúbb í þeirri merkíngu sem Lenín lagði í orðin þegar hann sagði að ríkið væri klúbbur. Þó er þjóðum enn meiri ógæfa að eignast þjóðarleiðtoga. Vor tíð hefur verið tíð hinna miklu þjóðarleiðtoga. 109

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.