Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1958, Qupperneq 21

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1958, Qupperneq 21
DAUÐASTRÍÐIÐ fyrir málstað okkar og mæla á tungu skipverja eða hæversku Sveins. Þetta var ekki farþegaskip og engir aðrir ferðamenn með því en við Sveinn. Þegar fararleyfið var fengið og greitt höfðum við okkur aftur á þilj- ur, stóðum þar og létum sem minnst fyrir okkur fara, þó komst Sveinn ekki hjá óþarfa áreitni sumra skip- verja sem fannst hann líklega undar- legur farþegi. Þeir hlógu dátt, káfuðu til hans og einn þeirra endaði langt erindi á þessum orðum: Fanden rund- hakke mig i firkant. Þessari áleitni tók Sveinn með full- kominni ró og lét sem hann sæi ekki mennina. Ég hafði heldur aldrei séð hann skipta skapi, hvað sem á gekk, nema þegar eitthvað var að skepnum. Sæi hann einhvem misþyrma skepnu gat hann orðið honum allhættulegur oghélt þá alltaf sömu ræðuna: Ferðu illa með skynlausa skepnuna, tuskan þín? Og léti viðkomandi sér ekki segj- ast gat hann átt von á að Sveinn léti ekki sitja við munnlegar aðfinnslur einar. Skipið var að leggja frá bryggjunni og við félagarnir hölluðumst fram á borðstokkinn og horfðum til lands eins og ferðamenn sem eru að kveðja ættjörð sína. Þá tók ég fyrst eftir kett- inum, hann kom spígsporandi eftir þilfarinu og sýndist vera mjög var um sig eins og hann gæti átt von á ein- hverju misjöfnu. Sérðu köttinn, Sveinn? Skyldi hann vera úr landi? Það er eins og hann kunni ekki vel við sig hér, sagði ég- Sveinn leit við kettinum og bros færðist yfir stórt sviplaust andlit hans. En það hvarf brátt því einn norski sláninn þreif í hnakkann á kisu og hristi hana og kleip svo hún vein- aði hátt. Þá vissi ég að vandræði voru ekki langt undan og fór að reyna að leiða athygli Sveins að einhverju í landi, en það var árangurslaust. Áður en mig varði var hann búinn að hremma manninn með köttinn og svo kom ræðan: Ferðu illa með skyn- lausa skepnuna, tuskan þín? Norð- maðurinn bölvaði og reyndi að slíta sig lausan en það var ekki eins auð- gert og hann hafði haldið. Hann sveiflaði þá til handleggnum og — kötturinn flaug fyrir borð. En ef hann hefur hugsað að það væri lausn á mál- inu að drepa köttinn skjátlaðist hon- um illa. Minn maður herti takið og nú .var það hásetinn sem emjaði. Sveinn var búinn að beygja hann í keng og hefja hann á loft. Ég er sann- færður um að hann hefði farið sömu leiðina og kisa ef félagar hans þrír hefðu ekki komið hlaupandi og stóð úr þeim rokan af svarte Fanden. Þeir náðu manninum af Sveini eftir nokk- ur hörð áhlaup og tóku síðan að berja hann svo buldi í hausnum á honum. Ég stóð alveg úrræðalaus og lá við að fara að gráta af reiði yfir því að sjá þá fara þannig með félaga minn og 123
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.