Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1958, Side 74

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1958, Side 74
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Ejnar Olgejrsson: Iz prosjlogo íslandskogo naroda. Rodovoj stroj í gosúdarstvo v Islandíí. Moskva, 1957. Við íslendingar höfum löngum verið við- kvæmir fyrir því sem sagt hefur verið um okkur í öðrum löndum, og svo höfum við líka verið ósparir á að kalla þá menn íslandsvini er sagt hafa okkur eitthvað til hróss með öðrum þjóðum, án þess að þeir hafi unnið sér annað til ágætis en tala vel. Um aðra er stundum hljóðlátara en vera ætti, þó að þeir vinni mikið verk til kynn- ingar á íslendingum og íslenzkri sögu, bók- menntum og menningu yfirleitt, með þjóð- um sem lítil eða engin kynni liefðu ella af þeim efnum. Meðal þeirra útlendinga sem ótrauðast vinna að þessum efnum eru nokkrir mál- fræðingar austur í Garðaríki. Þeirra helztir eru háskólakennarar tveir í Leníngrad, Míhaíl Ívanovítsj Stéblín-Kaménskíj, og nemandi hans, Valeríj Pavlovítsj Bérkov, en hann hefur raunar að aðalstarfi að kenna þýzkum stúdentum rússnesku. Báðir eru þeir vel læsir á íslenzkt mál, jafnvel töluvert skrifandi og talandi líka, að því er mér er tjáð, en hvorugan hef ég hitt sjálfur. Hvorugur þeirra hefur til íslands komið. Ég hef það þó fyrir satt að ekki stæði á þeim að þiggja boð til Islandsferðar. Þessi bók sem hér um ræðir er rússnesk þýðing á bók Einars Olgeirssonar, Ætta- samfélag og ríkisvald í þjóðveldi íslend- inga, sem Heimskringla gaf út 1954. Bérkov hefur þýtt textann, en Stéblín-Kaménskíj skrifar formála og skýringar. Auk þess hef- ur Einar sjálfur skrifað sérstakan formála fyrir rússnesku þýðingunni, þar sem hann leggur áherzlu á þjóðlegar erfðir íslend- inga og fagnar því framtaki sem þeir Lenín- garðsmenn hafa sýnt af sér við að kynna íslenzka menningu þar eystra, en Bérkov er að vinna að íslenzk-rússneskri orðabók og Stéblín-Kaménskíj hefur áður gefið út kennslubók í íslenzku fornmáli og séð um útgáfur á nokkrum íslendingasögum á rússnesku. I formála þýðingarinnar segir Stéblín-Kaménskíj deili á Einari Olgeirs- syni, minnir á nokkra megindrætti íslenzkr- ar sögu og bendir á ýmislegt í íslenzku þjóð- skipulagi sem er nauðsynlegt útlendingum til að skilja hugsanaferil og túlkanir ís- lendingsins í riti Einars; telur loks upp þau íslenzk fomrit sem völ er á á rússneskri tungu. Mér virðist útgáfa bókarinnar vönduð og skýringar Stéblín-Kaménskís góðar, enda veit ég bæði hann og þýðandi höfðu mikinn hug á að vanda til verksins eftir mætti. Á.B. 176

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.