Tímarit Máls og menningar - 01.05.1958, Síða 61
ATHUGASEMDIR UM BREKKUKOTSANNÁL
an hann skorti menningu, þá getur
„búðin“ ekki komizt af án menning-
ar, og því leggur hún fram fé í fyrir-
tækið Garðar Hólm. Því í augum
Gúðmúnsens, í augum búðarinnar, er
Garðar Hólm eins og hvert annað fyr-
irtæki sem krefst fjárfestingar. Og
myndin væri ekki sönn ef fyrirtækið
menning væri ekki látið sitja á hakan-
um, það kemur ekki til greina fyrr en
á eftir öllum hinum fyrirtækjunum.
Hvenær kemst „búðin“ að því að
Garðar Hóhn er gjaldþrotsfyrirtæki?
Það er ekki fyllilega ljóst, í þessari
bók er ekki allt ljóst frekar en í lífinu
sjálfu. En „búðin“ má ekki við því að
viðurkenna að hún hafi misreiknað
sig í menningarfyrirtækinu, hún
reynir að minnsta kosti að skjóta
þeirri játningu á sem lengstan frest.
Garðar Hólm skal syngja fyrir páf-
ann og keisarann. Og þjóðin skal trúa
því. Og trúir því. Ég held ég megi
segja að það sé aðeins einn maður ut-
an innsta hrings búðarinnar, sem veit
betur, það er forsöngvarinn. En hann
gætir þess að láta ekkert ákveðið uppi
um vitneskju sína, honum er fjarri
skapi að fara í stríð við þjóðfélagið.
Það er óþarfi að láta hina lágu tón-
tegund Brekkukotsannáls villa sig: í
honum sætir íslenzk borgarastétt eink-
anlega, og borgarastéttin yfirleitt, ein-
hverri þyngstu gagnrýni sem nokk-
um tíma hefur komið frá hendi Hall-
dórs Kiljans Laxness, og hefur hann
þó löngum verið óspar á þá gagnrýni
í ritum sínum. Hér er gagnrýninni
beint að blekkingavaldi þessarar stétt-
ar; ég vil taka dýpra í árinni: Brekku-
kotsannáll er framar öllu öðru bókin
um mátt borgarastéttar til að slá ryki
í augu alþýðu og nota sér góðlyndi
hennar og trúgirni.
Þetta borgaralega blekkingavald og
varnarleysi alþýðu gegn því, já mér
liggur við að segja vilji alþýðunnar
til að láta blekkjast, — var þegar tek-
ið til meðferðar í Atómstöðinni. Það
er jafnvel ekki fjarri sanni að segja
að BrekkukotsannáU sé að þessu leyti
útlegging -— mutatis mutandis — á
einni málsgrein í Atómstöðinni, er
svo hljóðar:
Auðvitað skipuðu þeir okkur í lög-
reglunni að haja til táragasið og ann-
að sœlgœti handa fólkinu, sagði hann.
En fólkið gerði ekki neitt. Fólkið er
börn. Því er kent að glœpamennirnir
búi við Skólavörðustíg en ekki Aust-
urvöll. Það linast kanski í þeirri trú
stund og stund, en þegar stjórnmála-
menn eru búnir að sverja nógu oft og
liúrra nógu leingi, þá fer það að trúa
aftur. Fólk hejur ekki ímyndunarafl
til að skilja stjórnmálamenn. Fólkið
er of saklaust.
Onnur hlið á þessu fyrirbæri er
sú afmönnun mannsins í þágu þessar-
ar sömu stéttar, það purkunarleysi
sem lítur ekki á manninn sem mann
heldur sem áhald, eða öllu heldur,
í Brekkukotsannál, sem fyrirtæki.
Sú free-enterprise-auglýsingablessun
163