Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1958, Qupperneq 6

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1958, Qupperneq 6
TÍMARIT MÁLS OC MENNINGAR Lange og Ernest sáluga Bevin fyrir að hafa lagt lóðið á vogarskálina á móti okkur í mál- inu. Það er aðalsmerki smáþjóðar að kunna að halda á sínu þrátt fyrir ólæti stórveldanna, sem oft haga sér einsog dálítið heimskir þussar. Hugsun stjórnmálamanna er stundum nokkuð sein að taka við sér. Tíminn er oft hlaupinn frá þessum aðiljum áður en búið er að gefa skipunina, hvað þá framkvæma hana. Ég veit ekki hvar sá afdalakarl finst, sem lætur sér detta í hug að herstöðvar á Islandi fái gegnt því hlutverki nú á tímum að verja Banda- ríkin í heimsstríði; að minnsta kosti ekki í Ameríku; (að þessar herstöðvar ættu að verja ísland hefur auðvitað aldrei neinum dottið í hug í alvöru, og það er tilgángslaust að vera að setja upp þesskonar sauðarandlit einsog maður trúi því). Ameríkumenn eru hagsýnir og raunsæir menn yfirleilt, þeir aðhyllast heilbrigða skyn- semi og meta hluti og kenníngar eftir hagkvæmum árángri og kunna ekki að hugsa í formúlum, þó þeir séu stundum að bera það við. Þeir vita vel, hvað sem stjórnmálamenn og hershöfðíngjar segja, að orðið heimsstyrjöld er aðeins úrelt glósa. Allir vita að heims- styrjöld getur ekki orðið framar. Afturámóti er líklegt að stjórnmálamenn og hershöfð- íngjar sem aðhyllast gereyðíngarstefnu í ýmsum löndum reyni að taka höndum saman um að koma fram stefnu sinni í öllum heiminum. Nú hafa nokkrir helztu stjórnmálaforíngjar stórveldanna ásamt aftökumeisturum þeirra stofnað með sér „atómklúbb" í því skyni að eyða heiminum. Til slíks stórvirkis þarf vel skipulagt átak, því almenníngur streitist á móti klúbbnum. En starf sem væri í því fólgið að gereyða mannlífi á jörðinni á ekkert skylt við stríð. Herstöð á friðartímum einsog Keflavík er hinsvegar sannur óskasteinn þeirra sem græða á því að reisa hana, leggja henni nauðsynjar og halda henni við. En setjum svo að stjóm- málamenn og hershöfðíngjar í Bandaríkjum taki höndum saman við starfsbræður sína í Ráðstjórnarríkjum um skipulagt átak til að eyða mannabygð á jörðinni, hvað mundi Keflavík standa leingi? Spyrjið hvaða ameríkumann sem er, spyrjið hvaða rússa sem er. Svo heimskur maður er ekki til að hann láti sér til hugar koma að nokkurt konubam í Keflavík, Hafnarfirði eða Reykjavík mundi lifa af daginn sem stjórnmálamenn heimsins, sameinaðir í austri og vestri, tækju sig til að eyða jörðina. f síðasta stríði fóru stjórnmálamenn loks verulega að reyna að finna aðferðir til að hefja útrýmíngarsókn gegn mannkyninu, án tillits til hernaðarsjónarmiða. Þeir létu til dæmis brenna sex miljónir manna í gasofnum. Þeir létu afmá kjarna þýskrar æsku, tuttugu og tvö herfylki úngra lífsglaðra myndarmanna, í einu lagi á sama aftökustað (Stalingrad). En það eru þó enn eftir raddir lifandi manna í Þýzkalandi sem spyrja í dag: hvar eru herfylkin tuttugu og tvö? Seinna í stríðinu fundu þessir garpar uppá að nota vopn sem var svo stórvirkt að það tók í einu höggi líf 78000 manna (mest kvenmanna og krakka). Þessi og þvílík dæmi úr síðasta heimsstríði eru þó smámunir í samanburði við þá gereyð- íngu sem stjómmálamenn dagsins í dag eru að reyna að skipuleggja. Sú er grundvallar- áætlun þeirra að fá því framgeingt að eingin rödd heyrist leingur í heiminum til að spyrja einsog spurt er í Þýskalandi í dag: hvar eru herfylkin tuttugu og tvö — Onnur íormúla. Hvað mundi mannkynið græða ó fundum æðstu manna? Það getur að minsta kosti aungu spilt að safna saman á einn stað í sosum viku mönnum sem láta sér detta í hug svo fyndinn lilut einsog að semja um hvort eyða skuli mannlífi jarðarinnar eða ekki. Það er alténd fróðlegt að heyra marxista og baptista tala saman. 108
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.