Tímarit Máls og menningar - 01.05.1958, Síða 42
NANNA EBBING
Karen Blixen og sagan
Innblástur er mesta hamingja sem
nokkrum getur hlotnazt, la grace
de dieu, ég fyrir mitt leyti óska mér
einskis fremur.“ Það er söguskáld
Danmerkur, Karen Blixen, sem segir
þetta, og hún og innblásturinn eru tvö
óaðskiljanleg hugtök. Já, því skáld-
konan er í rauninni hugtak ekki síður
en innblásturinn. Það er ekki hægt að
skipa henni í flokk, ekki mæla hana
með venjulegu máli. Sú mælistika
sem hún leggur á tilveruna og forlög-
in er ekki söm og aðrir dauðlegir
menn nota. Persónur hennar eru ekki
venjulegt fólk, ekki óbrotnar borgara-
legar manneskjur. Þær virðast allar
vera glæddar innblæstri, veittum
þeim af sérstakri náð, án tillits til
tignar eða stöðu í mannfélaginu. Því
eru persónur hennar svo geysilega
ólíkar sálrænum mannlýsingum nú-
tímaskáldskapar sem opinbera allt og
svelta ímyndunaraflið. Gagnstætt því
veita sögur Karenar Blixen ímyndun-
araflinu næringu, víkka hugsanasvið
vort, fylla oss undri.
Ungur skáldbróðir hennar sagði
einusinni um hana að hún væri 3000
ára gömul, við getum því vænzt bæði
innsæis og vizku hjá þessu gamla val-
kvendi sem auk þess að vera eina nú-
lifandi heimsfrægt danskt skáld er
einn hinna sárfáu miklu höfunda á
okkar argsömu tímum þegar fólk gef-
ur sér engan tíma til að hlusta í ró og
næði á sögu. En þó undarlegt sé, á
Karen Blixen hlustendur að hug-
myndaríkum margslungnum sögum
sínum. Eða réttara: hún á lesendur,
eða hvorttveggja. Þegar hún, árið
1950, lét gefa út hina meistaralegu
stuttu sögu „Veizla Babettes" las Bo-
dil Ipsen hana upp í danska útvarpið
á tveimur kvöldum. Þessi tvö kvöld
hafa sennilega flestir danskir hlust-
endur hlustað af áhuga á tvær miklar
listakonur Danmerkur, hina skapandi
og hina túlkandi. Sagan endar á þess-
um orðum franska meistaramatsveins-
ins: Þetta fólk (vandlátustu sælkerar
Frakklands) heyrði mér til. Það var
mitt fólk, uppalið til að skilja hve
mikill listamaður ég er. Þegar ég gaf
144