Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1958, Side 45

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1958, Side 45
KAREN BLIXEN OG SAGAN hún frá enskum lækni sem var sóttur til að bjarga lífi svertingjakonu á bænum. Þegar Karen Blixen þakkaði honum fyrir svaraði hann að þetta yrði í síðasta skipti sem hann gerði þessu líkt. ..Barónessan hlyti að skilja það þegar hún vissi að hann hafði áð- ur stundað lækningar meðal höfð- ingjanna Bournemouth!“ Þegar við lesum sögur hennar vakn- ar hjá okkur grunur um að það sé sjálfsævisaga hennar og eigin játning- ar sem hún ber á borð í breyttri mynd fyrir lesendur, hversu furðulegar sem þær eru. Það er eins og hún í gegnum skáldsagnapersónur sínar sé að birta okkur dýpstu hugsanir sínar um líf og dauða. Svo við víkjum aftur að þröngsýn- inni. Karen Blixen gerir greinilegan mun á virðuleik og siðsemi. Sá sem íhugar hvað hann geti verið þekktur fyrir gagnvart öðrum er virðulegur. Sjálf er Karen Blixen siðsöm og verð- ur það um alla eilífð. Hún fer eftir eigin áliti á því hvað sé leyfilegt og hvað ekki og víkur aldrei frá því. Færi hún yfir sín settu takmörk mundi hún beita sjálfa sig ofbeldi. Hið sama á við um persónur hennar. Og þegar því er stöðugt haldið fram að hún sé höfðingi og drambsöm þá er það hvorttveggja rétt. En orðið höfðingi þýðir þá ekki þjóðfélagsstöðu. Það merkir lífsviðhorf, lífsstefnu, og hún leggur henni skyldur á herðar og öllu hennar rithöfundarstarfi. Það sanna sögur hennar. Drambi hennar er bezt lýst með þessum setningum úr „Jörð í Afríku“ sem sýna nokkuð eðli þess sem hefur sagt þær: „Stoltið er vitundin um — trúin á hugsun guðs þegar hann skóp okkur. Stoltur maður ber þessa hugsun alltaf með sér og takmark hans er að koma henni í framkvæmd. Hann girnist ekki hamingju og vellíðan sem ekki er í samræmi við tilgang guðs með hann. Eins og það er hamingja góðs borg- ara að uppfylla skyldur sínar við þjóðfélagið finnur stolti maðurinn hamingju sína í því að uppfylla skyld- ur sínar við örlög sín ...“ í samtali um fortíðarinnar miklu nafnlausu sögumenn sagði hún einu- sinni: „Engum á ég eins mikið að þakka og þessum ókunnu meistur- um!“ Þegar við heyrum þessa játn- ingu trúum við henni. Hún er sam- þykk hinum stoltu masaíum í Afríku sem meta meira góða sögu en máls- verð. Við þurfum ekki að efast um það. Því getum við, sem fúslega höf- um látið leiða okkur inn í hennar ríka sagnaheim, glaðzt yfir því að Dan- merkur vísa 3000 ára gamla Shehera- zade hefur ekki enn sagt sínar allra síðustu sögur. Hd. St. íslenzkaði. 147

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.