Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1958, Blaðsíða 63

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1958, Blaðsíða 63
ATHUGASEMDIR UM BREKKUKOTSANNAL fánýti frægðarinnar. Hann er einfald- lega .,bók um frægðina“ — meðal annars. Frægðin liggur í tveim skaut- um. Andstæður tímans, andstæður þjóðfélagsins taka sér bústað í mann- inum Georg Hanssyni. Sem manni eru honum þær andstæður að lokum ofur- efli. En fleiri eru þeir „rauðu þræðir“ sem ganga gegnum þessa bók. Raun- ar ætla ég mér alls ekki að telja hér upp alla þá þætti sem þetta auðuga og margræða verk er samsett úr, en einn þessara þátta get ég ekki látið vera að minnast á, því hann er álíka mikil- vægur og þeir sem þegar eru nefndir: það er afstaða íslands eða öllu heldur íslendinga til umheimsins. Sumir höf- undar hafa þann sið að setja á bækur sínar undirtitla sem eru nokkurs kon- ar útdráttur efnisins. Það hefði verið erfitt að velja slíkan aukatitil á Brekkukotsannál, eða réttara sagt, bókin hefði getað borið fleiri en einn aukatitil með jöfnum rétti. Það er eitt einkenni á verkum Halldórs að þeim má líkja við höggmyndir: það er hægt að ganga allt í kringum þau og alltaf koma í ljós nýir og nýir fletir. Við höfum þegar séð nokkra fleti þessarar bókar, hér birtist einn enn, einn undirtitil enn: ísland og heimur- inn. Afstaða íslendinga gagnvart um- heiminum er ákaflega furðuleg, fá- ránleg og lærdómsrík. Hjá sumum einkennist hún af ofmati alls sem ís- lenzkt er, hjá öðrum af ofmati alls er- lends, — og hjá flestum hristist þetta saman í hinn merkilegasta graut. Þessi tvennskonar afstaða einkennist að sjálfsögðu af samskonar óraunsæi. Þetta er hugarástand eyþjóðar, sem mótast alltaf af því að hún finnur sig háða meginlandinu, sem hún sér þó oftast huglægt, sjaldnast hlutlægt. Þar af leiðir t. d. sú tilfinning margra ís- lendinga að allt útlandið sé einhvers- konar sæluland: það er að minnsta kosti oftast nær víst í augum þeirra að allt er betra þar en heima fyrir. Sú hugsýn getur reyndar líka verið and- legt hressingarlyf: því hún kemur í veg fyrir að við verðum skilyrðis- lausri svartsýni að bráð. Og sú held ég sé raunin að alger svartsýni, slík sem stundum hefur komið upp hér og hvar á meginlandi Evrópu, er sjald- gæf með íslendingum, enda þótt þeir geti verið úrillir og fengið ólundar- köst við og við. Þeir hafa alltaf þenn- an varasjóð bjartsýninnar einhvers staðar í hugskoti sínu: enda þótt allt sé bölvanlegt hér þá er allt í góðu lagi annars staðar, jörðin er ekki öll bölv- uð. Við erum sem sagt eyþjóð og þess vegna háðir aðdráttarafli meginlands. Þar að auki ná nýlenduþjóðamenn aldrei „fullum þroska heima fyrir“, svo ég víki dálítið við orðum Jóns Helgasonar, og við höfum verið ný- lenduþjóð í tvennum skilningi, fyrst í 165
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.