Tímarit Máls og menningar - 01.05.1958, Qupperneq 64
TIMARIT MALS OG MENNINGAR
þeim gamla skilningi orðsins colonia,
og síðar í þeim skilningi sem nú er
frekar lagður í orðið: undirokuð
þjóð, arðrænd þjóð.
„Að sigla“ og „að vera sigldur“
eru orðatiltæki sem stafað hefur af
miklum Ijóma í augu íslendinga.
Sjálfsagt með miklum rétti hefur eng-
inn verið talinn maður með mönnum
nema hann hafi verið „sigldur“, en
þessi brýna nauðsyn okkar til að fara
burt hefur líka orðið tilefni einkenni-
legra hugaróra og óraunsæis. í þeim
hugarórum hefur blandazt saman sú
skoðun að enginn er maður með
mönnum ef hann er ekki „sigldur“
(stundum hefur þetta snúizt við: allir
eru menn með mönnum ef þeir aðeins
eru sigldir), og sá draumur að íslend-
ingurinn sem kemur með ókunnum
þjóðum hljóti vegna mannkosta sinna
að vinna sér undireins hið fremsta
sæti, fyrirhafnarlaust. Nú hefur það
komið fyrir, sei sei, að íslendingar
hafa unnið sér hin fremstu sæti með
erlendum þjóðum, þó það hafi varla
nokkurn tíma verið án fyrirhafnar.
En ég hygg að þessi ævintýrasýn um
karlsson sem vinnur konungsríkið
hafi oftar orðið til ills en góðs, bæði
fyrir einstaklinga og alþjóð. Hve
margir hafa þeir íslendingar verið
sem aðeins voru „frægir erlendis“
heima á íslandi. Og allmargir meðal-
menn hafa bókstaflega notað sér trú-
girni þjóðarinnar, komið heim með
ljóma heimsfrægðar sem ekki var til
nema í þeirra eigin ímyndun og notið
virðingar á Islandi.
Um þessa manngerð eru sagðar
sögur, sem fyrr á tímum hefðu orðið
þjóðsögur, og hún er síður en svo
óþekkt í íslenzkum nútímabókmennt-
um. Það væri vissulega lærdómsríkt
rannsóknarefni fyrir bókmenntafræð-
ing að athuga útbreiðslu þessa miles-
gloriosus-mótífs í íslenzkum bók-
menntum; raunar mundi viðfangsefn-
ið vera girnilegt þó það væri ein-
skorðað við verk Halldórs Kiljans
Laxness. Það væri vantraust á íslend-
inga að halda því fram að þeim sé
ekki ljóst hvað kímilegt er í fari þess-
ara söguhetja. En slíkur klofningur
veruleikans getur líka orðið sorgar-
saga, og það er hann í Brekkutcots-
annál. Raunar má segja að hann sé
það einkum vegna þess að Garðar
Hólm er leiddur út í leikinn nauðug-
ur viljugur, það er hans glíma við ör-
lögin sem tekið hafa á sig áþreifan-
lega mynd í nafni Gúðmúnsensbúðar.
En sé hinni þjóðfélagslegu merkingu
þessa harmleiks sleppt í bili þá má
sem sagt líta á Brekkukotsannál sem
gagnrýni á þeirri hlið íslenzkrar
þjóðarskapgerðar, ef svo má að orði
komast, sem ég var að reyna að lýsa.
Þeir sem vilja geta talið að sú gagn-
rýni sé ekki tímabær lengur, ég fyrir
mitt leyti held að hún sé það enn. Ég
sagði áðan að það væri freistandi að
líta svo á að „stórheimur“ Brekku-
kotsannáls væri ísland eitt. Við höf-
166