Tímarit Máls og menningar - 01.05.1958, Side 28
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Hsia Yen og Cheng Cheng-tou, varamenntamálaráðherrar Kína,
ásamt Halldóri og Auði Laxness.
klæða alla borgara sína, svo og sjá
þeim fyrir svefnstað. Hún er ef til vill
eina kommúnistastjórnin sem hefur á
einni nóttu að heita má, að vísu
íburðarlaust, látið rætast draum
kommúnismans um að sjá öllum fyr-
ir óhjákvæmilegustu lífsnauðsynjum,
næstum því án endurgjalds. Fæði
handa einum manni kostar í Kína frá
5 til 7 dollara á mánuði, og bómullar-
jakki og buxur, einkennisbúningur
allrar þjóðarinnar, sem endist í heilt
ár, kostar líka 7 dollara. Allir vinna
og fá kaup.
í öðru lagi: á þúsunda kílómetra
ferðalagi í Kína, þar sem ég sá hundr-
uð þorpa og dvaldist í nokkrum
stærstu borgunum, varð mér ljós sú
staðreynd, sem hvergi þekkist annars
staðar í Austurlöndum, að betl fyrir-
finnst ekki í neinni mynd eða gervi í
landinu; því fer svo fjarri að það sé
til, að jafnvel smávegis vikaþóknun er
hafnað skilyrðislaust.
I þriðja lagi skal því ekki gleymt
að eftir því sem ég hef komizt næst, er
hið rauða Kína eina þjóðfélagið í
Asíu sem ekki aðeins fæðir borgara
sína og klæðir og lætur þá hafa nóg
að gera; heldur einnig eina ríkis-
130