Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1958, Síða 43

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1958, Síða 43
KAREN BLIXEN OG SAGAN því- það bezta sem ég gat gerði ég það fullkomlega hamingjusamt. Veröldin bergmálar langt óp frá hjarta lista- mannsins: Leyf mér að leggja fram það bezta sem ég get! í sinni frægu „Bálræðu“ nefnir hón líka innblásturinn sem hamingjulind. „Ég álít innblásturinn æðstu ham- ingju mannsins. Og innblástur krefst jafnan tveggja stofna. Ég held að gagnkvæmur innblástur manns og konu hafi verið öflugasta driffjöðrin í ættarsögu vorri og hafi öllu öðru fremur skapað það sem einkennir aðal vorn: framtak, skáldskap, list, smekk.“ Upp af þessum innblæstri eru allar hennar sögur sprottnar, skapaðar í honum að méira eða minna leyti. Yfir þeim öllum svífur Eros. Hvort sem hann opinberast, öllum sýnilegur, eða hann leynist hæversklega á baksvið- inu svo menn grunar aðeins nærveru hans, er hann þar samt og stjórnar leiknum, athöfnunum, söguganginum. Sagan er sérgrein Karenar Blixen, styrkur hennar liggur í því að geta sagt frá hinu sögulega út í æsar. Með því hefur hún unnið sér aðdáun sinna mörgu lesenda og töfrað þá. Og hún getur sagt sögu betur en nokkur ann- ar núlifandi norðurlandabúi. Svo lít- ur út sem þessi grein sé útdautt fyrir- bæri hér á fjallinu. Og það gæti verið ein af orsökunum til þess að við fögn- um af hjarta nýju sögusafni frá hendi snilldarskáldkonunnar á Danagrund. „Síðustu sögur“ hennar hefjast á „Fyrstu sögu kardínálans.” í henni leggur Karen Blixen kardínálanum þessi orð í munn: Madame, ég hef sagt yður sögu. Allt frá því menn fóru fyrst að tala hafa sögur verið sagðar, og án þeirra hefði mannkynið ör- magnazt og þurrkazt út á líkan hátt og það hefði farizt án vatns. Sögupersón- ur hinna rétttrúuðu munu alltaf vera skýrar fyrir sjónum vorum, jafnvel lýsandi og sem í hærra veldi en við sjálf. Hin guðdómlega list er og verð- ur sagan. í upphafi var sagan. Og að allra síðustu verður oss léð yfirsýn yfir hana og oss verður unnt að skilja hana. Það augnablik köllum vér dómsdag!“ Hér höfum við í hnotskurn mat Karenar Blixen á sögunni sem sögu, hennar mikla tilgangi, þýðingunni sem hún telur góða sögu hafa fyrir líf mannkynsins. Við skulum fullgera myndina með setningu úr „Sorg- agre“, hennar djúphyggnasta og ef til vill tilgangsríkasta „Vetrarævintýri“. Þar stendur: „Afrek, þó það sé unnið með tárum, er samt sparifé komandi kynslóðum. Það er á erfiðum tímum lífsbjörg manna.“ Þannig lítur hún, söguskáldið par exellence, á söguna. Þannig metur hún hana. Já, hún setur hana jafnhliða þeim ómissanlegustu gæðum sem menn þekkja: vatni og brauði. Og hún kallar hana líka spari- TÍMARIT máls oc mennincar 145 10

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.