Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1958, Blaðsíða 55

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1958, Blaðsíða 55
ATHUGASEMDIR UM BREKKUKOTSANNÁL Hún getur fallið mönnum misjafnlega vel eins og allar nýjungar, en til þess að skilja bókina verður maður að reyna að skilja sérkenni forms henn- ar, í stað þess að ergja sig undireins yfir ósamræmi hennar og stílrugli eða yfir því sem bókin er ekki, eins og minn góði vinur Elías Mar hefur gert hér í þessu tímariti. Ég trúi hins veg- ar að fyrsta skilvrði — fyrsta, segi ég, en ekki eina — til að meta lista- verk sem á það nafn skilið með réttu sé að líta á það sem höfuðskepnu og „óháðan heim“ í sjálfu sér. Og þegar maður stendur andspænis höfuð- skepnu er fávíslegt að sakast um að hún sé ekki „eitthvað annað“. Einkennandi um byggingu minn- ingaverka er í rauninni oft að þau hafa alls enga byggingu. Annað ein- kenni sumra slíkra verka er kyrrstað- an sem ríkir í þeim að meira eða minna leyti. Þessi kyrrstaða stafar ekki endilega af atburðaleysi þó at- burðirnir séu oftast nær smáir, það væri nær sanni að segja að hún stafi af þeirri takmarkalausu sjálfselsku sem er næstum skyldug í þessum verk- um. Þrátt fyrir allar merkispersón- urnar sem verða á vegi minningarit- arans, þá er hann þó alltaf hinn eini og hinn útvaldi, og aðrar persónur eru aðeins til vegna hans. Játningar Rousseaus eru athyglisverðar í þessu sambandi, þar verður þetta sérkenni einna átakanlegast; það má reyndar teljast líklegt að Játningarnar, sem eru ekki skáldverk heldur raunveru- legar minningar, séu að einhverju leyti bakhjall flestra þeirra sem síðan hafa skrifað skáldsögur í formi minn- inga eða minningar í formi skáld- sagna. Halldór Kiljan Laxness gengur al- gerlega undir kvaðir minningaforms- ins þangað til í fjórtánda kapítula Brekkukotsannáls. í þeim köflum er enginn tími, aðeins ómæld dýpt minn- inganna. Þessir kaflar hafa enga stefnu. Okkur virðist að þeir hafi ekki annað hlutverk en sýna okkur þá ver- öld sem sköpuð hefur verið handa drengnum Álfgrími og sérstaklega innréttuð fyrir hann af almættinu á þann hátt að hann þurfi ekki að steyta fót við steini. Það er regla minninga- verksins: allur heimurinn er miðaður við hinn útvalda, skapaður til þess annað tveggja að gera honum alla blessun eða alla bölvun. En eins og ég hef þegar sagt, í Brekkukotsannál er hjartans einfeldni minningaformsins stundum skopstæld, lítum t. d. á bls. 15, fræðsluandann í frásögninni um hrokkelsaveiðarnar. Önnur skopstæl- ing, aðdáunarverð, er í þessum fyrsta hluta bókarinnar, það er þátturinn af Snorra á Húsafelli. Sá kafli, Háskóli íslendínga, kann að virðast einhver einkennilegasti útúrdúr bókarinnar. En við skyldum nú samt varast að líta á hann sem algerlega óþarfan út- úrdúr. Hér þarf ekki að tala um þá aðdáun Halldórs sem kemur þar enn 157
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.