Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1960, Side 12

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1960, Side 12
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Enginn þar/ aS eja að erjiðir tímar eru jram undan á jleiri sviðurn en einu. En bezta ráðið til að mœta þeim eru sameiginleg átök og samstaða þeirra sem ekki trúa afdráttarlaust þeim vísdómi sem nú er boðaður jrá œðstu stöðum. Það hejur áður komið í Ijós að þegar á reyndi var ávallt til skilningur á þessu meðal almennings, og Mál og menning hejur ojtar en einu sinni jengið áþreifanlegar sannanir jyrir því að verulegur jjöldi lesandi manna á þessu landi hejur talið félagið eiga nauðsynlegu hlutverki að gegna. Stjórn jélagsins er sannfœrð um að svo muni enn verða, og þœr breytingar sem liér hejur verið lýst eru vottur um viðleitni hennar til að styrkja sambandið við jélagsmenn. Með .stœkkun Tímaritsins kemst í jramkvœmd umbót sem stjórn Máls og menningar hejur verið hugleikin árum saman. Sjáljsagt hejði verið æskilegl að stœkka ritið nokkru meira en nú er gert. Við nána íhugun virtist þó ekki jœrt að fara lengra að sinni, enda eru varla .skiptar skoðanir um það, að með þeirri aukningu sem verður á þessu ári hlýlur ritið að standa mun betur að vígi til að gegna hlutverki sínu en það liejur gert hingað til. Ritstjórninni er að sjáljsögðu Ijóst að ekki er einhlítt að stækka tímarit að blaðsíðutali til að bœta það. Hún mun ekki .skorast undan því að lesendur geri til hennar auknar kröjur. En hún mun líka jyrir sitt leyti gera auknar kröjur ■—■ bœði til lesenda og höjunda. Þetta tímarit mun verða gefið út í því trausti að andleg leti og menningarlegt lómlœti sé ekki að ná neinum undirtökum í íslenzku þjóðlí/i, þó að einhverjir telji sig hafa ástæðu til að óttast það, og aðrir kunni ej til vill að jagna því í laumi. Tímaritið tnun ekki láta undan þeirri bölsýni sem telur ajjarasœlast að bera jram sem léttvœgasta jœðu jyrir lesendur; það mun að vísu kappkosta að jlytja sem fjölbreyttast efni; en ekki skirrast við að leggja erjiði á lesendur þegar nauðsyn ber til. Á hinn bóginn er ritstjórninni jullkunnugt að hún mun því aðeins geta gert úr garði vandað tímarit, að jrjálslyndir rithöjundar á íslandi líti á það sem sinn sjálfkjörna vettvang. Til þess að hægt sé að geja út tímarit sern eitthvert gildi hafi þarj ekki aðein.s reglulegt starf tveggja eða þriggja manna heldur nokkurnveginn reglulegl samstarj miklu víðari hóps. Með því samstarfi mun Tímarit Máls og menningar standa og falla. Ritstjórnin metur vissulega allt það starj sem samverkamenn Tímaritsins haja innt af hendi á undanförnum árum, en hún treystir því enn jremur að sú nýja kynslóð menntamanna, rithöj- unda og skálda, sem nú er óðum að aukast bolmagn, muni engu síður en jyrir- rennarar hennar veita Tímariti Máls og menningar fulltingi. j. B. 2

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.