Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1960, Side 20

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1960, Side 20
TIMARIT MALS OG MENNINGAR irnar af smábændunum gegn ríflegri þóknun. Þannig eflist hann af neyð annarra, og vex að virðingu að sama skapi. Það verður honum létt verk að egna bændurna gegn þeirra eigin hagsmunum — og gegn unga bónd- anum sérstaklega. Jafnvel konan snýst gegn honum. Undir lokin rís sagan hátt í napurri ádeilu, sem virðist miða beint á okkar tíma. En það er aðeins — að því er virðist. Á síðustu blað- síðunum, þegar ungi hugsjónamað- urinn bíður lífláts í fangaklefanum, dæmdur saklaus fyrir morð á konu sinni, — þá rifjast upp fyrir honum að hann muni vera „sekur“ þrátt fyrir allt. Því hefur ekki ung stúlka framið sjálfsmorð heima í fæðingarsveit hans, af því hann brá heiti sínu við hana og giftist ekkjunni? Þannig sættist hann á örlög sín -—- og höf- undurinn á glœp stórhóndans: þegar öllu er á botninn hvolft virðist stór- bóndinn aðeins hafa verið verkfæri í höndum réttlœtisinsf!) Troldringen — það er tírninn sem slanga er bítur í halann á sjálfri sér. III Hvernig á að leggja út af þessum texta? Eða réttara: hvaða lærdóma má af honum draga? Ef óhætt er að reiða sig á þá full- yrðingu, að samtímabókmenntir gefi yfirleitt gleggri mynd af andlegu ástandi þjóðarheilda og stétta en t. d. leiðarar pólitískra málgagna, þá virð- ist ekki fjarri lagi að álykta: 1. Norskt æskufólk er rótlaust og þjáist af ótta, einmanakennd og ör- yggisleysi: um það efni skrifa finun höfundar af fjórtán sem ég hef lesið um eða eftir, þ. e. a. s. rúmur þriðj- ungur þeirra. 2. Miðaldra fólk í Noregi er rót- laust og þjáist af ótta, einmanakennd — og sektartilfinningu. Um það efni skrifa aðrir fimm höfundar, annar þriðjungur. 3. í Noregi, þar sem verkamanna- flokkur fer með völd, virðist alþýðan vera orðin að hálfgerðu viðundri í bókmenntunum. Frá henni segja tveir höfundar — í fortíð. Þó væri fráleitt að álykta að í Noregi sé nú stéttlaust þjóðfélag. 4. Ofund, illmælgi og þröngsýni verða göfgi og víðsýni að falli í Nor- egi í dag sem fyrir einni öld. Um það vitna tveir höfundar — og kenna það ýmist „varúlfinum" í mannssálinni eða búmmerang örlaganna. Nú er það svo að höfundar taka efni til meðferðar og móta það í hendi sér. Þeir eiga líka kost á því að draga ályktanir og leggja sitt til mál- anna. Það er talað um að „eitthvað vaki fyrir“ góðum höfundum, t. d. þjóðfélagsgagnrýni og misjafnlega glöggar visbendingar um úrbætur. En hvað vakir fyrir norskum höfundum? Ég fæ ekki séð að neitt sérstakt vaki fyrir þeim, nema þá helzt að 10

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.