Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1960, Side 21

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1960, Side 21
BÓKMENNTIR í BLINDGÖTU túlka eigin sálarangist eða tómleika- kennd. (Eg vil þó undanskilja sér- staklega Káre Holt.) Ef viðhorf þess- ara höfunda til vandamála líðandi stundar (setjum svo að söguefnin túlki líðandi stund beint eða óbeint) eru liðuð sundur kemur fram eftirfar- andi tafla: 1. Fimm höfundar (Haff, Wiger, Haukás, Rud, Rongen) láta ástina leysa vandann — lengra tekst þeim ekki að teygja bræðralagshugsjónina, þrátt fyrir ástríðu söguhetjanna eftir „samneyti við annað fólk“. Þar af prédika tveir höfundar (Rud og Rongenl afturhvarf til náttúrunnar til vara. 2. Tveir höfundar benda á opinn faðm hinnar kaþólsku kirkju (Rönn- ing, Hauge). 3. Einn bjargar sér frá sálarháska með grátbroslegri sagnakúnst (Stig- en). 4. Tveir höfundar eru á valdi ragnarakastemningar (Mageröy og Rasmussen). 5. Og tveir höfundar — þeir elztu -— meta synd og sekt eftir misvísandi mælikvörðum: annar prédikar fjöl- lyndi í ástamálum sem sáluhjálpar- atriði, hinn dæmir til dauða og rétt- lætir óhæfuverk af sömu forsendu (Sandemose, Hoel). Nú er gott að hafa í huga að hér er um að ræða norska rithöfunda, — landa þeirra Björnsons og Ibsens og Nordahls Grieg. Það eru sem sé til dæmi um það í bókmenntasögunni að norskir rithöfundar hafi haft mann- dóm í sér til að taka afdráttarlausa afstöðu til samtíðar sinnar og kunnað að beita pennanum bæði sem vopni og skurðarhníf. Það gerðist fyrir og í síðustu styrjöld — en það gerist ekki nú, ekhi 1958. Á örlagastund mannkyns, þegar brugðizt getur til beggja vona hvort okkar bíður glæsi- leg framtíð, grundvölluð á ótrúlegum vísindaafrekum, eða algjör tortíming — og aldrei hefur verið brýnna en nú að sérhver rithöfundur beiti áhrifum sínum og hæfileikum til að greiða úr hugmvndaflækjum stjórnmálamanna og berida á færar leiðir — þá verða rithöfundarnir að gjalti og skrifa þindarlaust um ást og kristindóm, synd, sekt og afplánun! Ég held því ekki fram að þeir hafi ekki „sine meningers mot“, eins og Ibsen komst að orði. En mér jiykir sennilegt að þeir hafi ýmist engar skoðanir, eða séu rammvilltir í eigin hugmyndaheimi. IV Ég minni á að þessi grein miðar ekki að því að rægja norska höfunda og bækur þeirra, heldur tek ég þá sem dæmi um andlega reisn vestrænna rithöfunda um þessar mundir. Efnis- val v.-þýzkra, franskra, enskra og bandarískra höfunda kann að vera tilbrigðilegra, en viðhorfin eru mjög áþekk. (Kristileg smáborgarasið-

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.