Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1960, Síða 34

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1960, Síða 34
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR ingar um menn og mál, þá komst ég að raun um, að hann starfaði í sósíalista- flokknum og naut þar mikils trausts. Eg fékk álit á honum. Þeir Kristjón tóku tal saman, en ég er kurteis og vildi ekki trufla viðræður þeirra og fór aftur að stjákla um gólfið og virða fyrir mér úr ýmsum áttum landslög og vegalengdir á málverkunum og hæð fjallanna. Þegar ég var kom- inn að sennilegum niðurstöðum um þessi efni, varð mér reikað inn í klefann, sem Kristjón hafði skroppið nýlega inn í. Það var engin hurð fyrir honum. Þar var vaskur á suðurveggnum og spegill yfir. Á norðurveggnum var annar spegill stærri, en á austurvegg voru hillur, og á þeim stóðu allavega dósir, glös og flöskur. Á einni hillunni stóð þriggja pela flaska, sem dró kynlega að sér athygli mína. Hún var full upp undir axlir af einhverjum vökva, sem ég kann- aðist ekki við að notaður væri til neinna verka á rakarastofu. Ég sá ekki betur en þetta væri viský. En þarna var ekki vel bjart inni, svo að ég þóttist ekki sjá litinn nógu nákvæmlega. Ég greip flöskuna og gekk með hana fram á móts við klefadyrnar og læddist til að bregða henni upp við birtuna, sem lagði frá glugganum á rakarastofunni inn um dyrnar. Það gat ekki verið um að villast. Þetta var ekkert annað en ómengað viský. Ég skaut mér lítið eitt til hliðar frá dyrunum, til þess að ekki yrði tekið eftir mér frammi í rakarastofunni, og gegnumlýsti innihaldið í flöskunni uppi við ljós frá rafmagnsperu, sem þó var í daufara lagi. Ég vildi ganga sem örugglegast úr skugga um, að þetta væri viský. Ja hvort það var! Rétt í þessu slaknaði á samtalinu milli Kristjóns og Bessa, og Bessi kemur skálmandi inn að klefadyrunum. „Bessi! Hvað er í þessari flösku?“ spyr ég hvíslandi og bregð flöskunni á loft fyrir framan andlitið á honum. „Sérðu það ekki maður?“ svarar Bessi í lágahljóðum. „Ég veit ekki, hvort ég er alveg viss.“ „Það er viský.“ „Mér sýndist það. Hvað er Kristjón að gera við viský hér á rakarastofunni. Kannski hann gæði heldri viðskiptavinum sínum á þessu við tækifæri?“ „Drykkjumenn eru nú sjaldan útausandi á áfengi,“ svarar Bessi og verður á svipinn eins og hann hefði sagt mikil sannindi. „Hvað segirðu? Áttu við að Kristjón sé drykkfelldur?“ „Veiztu ekki að hann drekkur?“ svarar Bessi og hvessir á mig augun. „Nei það hef ég aldrei heyrt.“ „En hvernig hefurðu komizt hjá að sjá það?“ „Ég hef aldrei séð hann fullan.“ 24
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.