Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1960, Side 37

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1960, Side 37
UPPSKERA LYGINNAR „Útvegar þeim kannski hórur?“ „ÞaS hef ég ekki sagt.“ „Það er þá sona! Bæði smygl og hórur!“ „Það er rangt haft eftir mér. En annað get ég sagt þér. Kristjón á hús vestur í bæ, sem hann hefur svikið undan skatti, síðan hann eignaðist það fyrir nokkrum árum.“ „Þessu lýgurðu!“ segi ég felmtsfullur og hvessi augun framan í Bessa. Hann leit á mig með dapurlegum meðaumkunarsvip, eins og hann kenndi í brjósti um mig fyrir að vera svona óþveginn ruddi í orðum, og úr augum hans skein svo djúp einlægni og þvílíkt barnslegt sakleysi, að ég varð sann- færður um, að þessi maður gæti ekki logið. Ég skammaðist mín og flýtti mér að segja: „Fyrirgefðu! Ég missi alltaf stjórn á tungu minni, þegar ég heyri nefndan skattsvikara. Ég þekki ekkert orð eins svívirðilegt í íslenzku máli. Það eru ekki aðrir en verstu bullur, sem svíkja undan skatti.“ „Þetta er þjóðfélag kapitalismans,“ svarar Bessi. „Það rýir okkur inn að skinninu með sköttum og útsvörum og allskonar brellum, og við reynum svo að reyta af því það litla, sem við getum til þess að halda í okkur lífinu. Þetta er þjóðfélag þjófa og ræningja, þeir ræningjarnir, við þjófarnir. Á þessari uppeldisstofnun er Kristjón alinn upp eins og við hinir.“ „Það eru ekki allir þjófar og ræningjar í kapitalisku þjóðfélagi, þó að það sé siðlaust. Það eru ekki aðrir en helvítis bófar, sem temja sér skattsvik. Fyrr má nú vera en að svíkja heilt hús undan skatti! Kannski stórhýsi?“ „Nei það er það nú ekki. Það er ein hæð og ris, tvær fjölskylduíbúðir. En hann mun leigja nokkuð dýrt, svo að hann hefur talsvert upp úr kofan- um.“ „Hvar í vesturbænum er það?“ „Ja — það er einhvers staðar í húsaþvögunni á milli Seljavegs og Bræðra- borgarstígs.“ „Og hvar þar?“ „Á óhultum stað.“ „En hvernig tekst honum að fela það fyrir lögreglunni?“ „Húsið stendur inni á milli stærri húsa, inni í garði, og há tré í kringum það. Það fer ekki mikið fyrir því. Og svo getur það stundum borgað sig fyrir fátækan lögreglumann að sjá ekki það, sem honum bæri að sjá.“ „Hvað áttu við? Að Kristjón múti lögreglunni?“ „Það sagði ég ekki.“ „Er þetta þá ein benda af svínaríi, smygli og nrútum og skattsvikum.“ 27

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.