Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1960, Síða 41

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1960, Síða 41
UPPSKERA LYGINNAR „Ég held hann sé oftast heima,“ svarar maðurinn með hljóm í röddinni eins og Bessi væri heima af nauðsyn. Ég vildi ekki tefja hann lengur frá verki og segi: „Fyrirgefið þér ónæðið. Verið þér sælir!“ Svo gekk ég út, lét hurðina aftur á eftir mér og tók á rás heim til Bessa. Ég dangla nett á útidyrahurðina. Til dyra kom tæplega mið- aldra kona, mædd og þung á svipinn, með úfið hár. Ég þóttist vita, að þetta væri kona Bessa. Skelfing er hún ósælleg, hugsaði ég. Bessi heldur þó ekki fram hjá henni? Nei, það gerir Bessi áreiðanlega ekki. „Ég bið yður að fyrirgefa ónæðið,“ segi ég við konuna. „Mætti ég spyrja, hvort Bessi rakarameistari sé heima?“ Konan svaraði engu, en hnyklaði svolítið brúnirnar og hvessti á mig augun kuldalega, næstum hatandi, vatt sér svo frá mér og rigsaði inn ganginn og skaut sér inn í vistarveru til hægri handar. Skyldi hún vera orðin á móti mér í pólitík? Þá horfir sumt fólk sona á mann. Konan kom að vörmu spori innan úr vistarverunni og kallar til mín fram í dyrnar stutt í spuna: „Hann segir þér getið komið. Það eru þessar dyr“ og benti á dyrnar, sem hún kom út um. Svo stakk hún sér inn um dyr vinstra- megin út úr ganginum. Ég gekk hæversklega inn að dyrunum, sem konan hafði vísað mér á, og harði tvö létt högg utan á dyrastafinn til þess að gera svolítinn platreimleika á undan birtingu minni í dyrnar. En þegar ég kom í dyrnar, þá hnykkti mér við og dauðiðraðist eftir reimleikann. Bessi lá á bakið uppi á dívan, stjarfur í andliti, tekinn og fölur og starði út í loftið. Hann var auðsæilega breyttur maður. Hvað hefur komið fyrir hann- Ég herti upp hugann og sagði „Góðan dag!“ Bessi tók varla undir og bauð mér ekki að setjast. „Fyrirgefðu!“ segi ég. Ég ætla ekkert að standa við. Ég skrapp hingað hara til að spyrja þig, hvort þú vissir, hvar hann Kristjón hefur núna rakarastofu. Ég sé að hann er farinn þaðan sam hann var.“ Bessi hreyfði lítið eitt höfuðið á dívaninum og horfði á mig eins og hann sæi mig í þoku. Mér duldist ekki, að hann var bilaður á sönsum. Ég herti mig samt upp í að reyna að ljúka erindi mínu og árétti spurningu mína: „Geturðu sagt mér, hvar hann Kristjón hefur rakarastofu?“ „Hann er farinn,“ svarar Bessi með klökkum rómi eins og upp úr svefni. „Farinn hvert?“ „Til sjós, — á togara.“ „Og er hættur að raka?“ 31
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.