Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1960, Page 44

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1960, Page 44
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR „Nei!“ „Og ekki ákavíti eða koníak?“ „Nei, þaS var bara einfaldur hárspíritus.“ „Þú lýgur þessu. Hefur Kristjón þá aldrei drukkiS?“ „ÞaS getur varla heitiS, aS hann hafi nokkurntíma bragSaS áfengi.“ „Og aldrei svikiS hús undan skatti?“ „Þú heldur, aS sé hægt aS svíkja hús undan skatti, ef þaS bara stendur á afviknum staS.“ „Ekki beinlínis þaS. En hann hefSi máski getaS þaS meS einhverjum öSrum brögSum. Ég hef heyrt þaS eftir góSum heimildum, aS mönnum hafi tekizt aS svíkja hús undan skatti.“ „ÞaS veit ég ekkert um. En Kristjón hefur aldrei átt annaS hús en kofann sem hann býr í, og hann hefur aldrei svikiS hann undan skatti.“ „Og aldrei smyglaS inn áfengi né snyrtivörum?“ „Ekki so ég viti.“ „Og aldrei mútaS lögreglunni eSa höndlaS meS hórur?“ „Til hvers hefSi hann átt aS múta lögreglunni, fyrst hann stundaSi aldrei smygl og sveik aldrei hús undan skatti.“ „En höndlaS meS hórur?“ „SoleiSis bulli svara ég ekki.“ „Laugstu þessu þá öllu upp?“ „Já, vitanlega.“ „Og hvers vegna framdirSu þennan glæp gegn einum mesta vini þínum og lærimeistara?“ ÞaS fór titringur um Bessa, og þaS var eins og hann kæmi ekki upp orSi litla stund. Svo sagSi hann: „Ég var aS prófa, hvaS væri hægt aS láta þig trúa mikilli lygi. En mér datt ekki annaS í hug en þú áttaSir þig eftir á og hlypir ekki meS þetta út um allan bæ.“ „Því skrökvar þú. Tilgangur þinn hefur auSvitaS veriS sá, aS ég yrSi mér til skammar meS því aS segja þetta öSrum. Annars hefSi ekkert púSur veriS í lyginni.” Bessi faldi andlitiS í lófum sér og þagSi. „Ég trúSi þér, því miSur. Mér datt ekki í hug, aS þú værir aS setja saman sona óhróSur, skeleggur sósíalisti og mikilsmetinn maSur í flokknum, sem gerir siSferSilegar kröfur til framámanna sinna, og þaS um mann, sem þú liefur kallaS einn af beztu vinum þínum. 34

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.