Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1960, Page 45

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1960, Page 45
UPPSKERA LYGINNAR Þá tekur Bessi hendurnar frá andlitinu og gýtur augunum upp á mig og segir í hlakkandi róm: „Eg er enginn sósíalisti lengur.“ „Ertu nú húinn að svíkja sósíalismann líka? Og hvenær gekkstu af trúnni?“ „Ég fékk vitið þegar ég byrjaði sjálfstæðan atvinnurekstur fyrir tólf árum. Sósíalisminn hentar ekki mönnum, sem taka þátt í lífinu.“ „Og svei attan! Þið farið sona, þessir piltar. Fyrst svíkið þið mestu mann- úðarhugsjón mannkynsins. Þá tekur Djöfullinn við uppeldi ykkar og þið svíkið vini ykkar, og endirinn verður sá, að þið svíkið sjálfa ykkur bókstaf- lega í snörur Þess Gamla.“ Við sjálfan mig: Þessa síðustu setningu hefði ég ekki átt að segja og flýti mér að breiða yfir hana með nýrri spurningu í mild- ari tón: „Er mér þá óhætt að trúa því, að það hafi ekki verið viský í flöskunni og að Kristjón hafi aldrei drukkið? Ef þú hefur logið að mér áður, lýgurðu þá ekki eins nú?“ „Ég er búinn að segja þér það,“ svarar Bessi. „Jæja Bessi! Þá hef ég ekki meira við þig að hjala. En ef þér finnst það skipta þig nokkru máli, að þú fáir afborið slög samvizku þinnar á þeirri stundu, sem þú átt eftir að lifa alvarlegasta, þá skaltu þegar gera þér það ljóst, að það ert þú, sem komið hefur af stað óþverranum um Kristjón, að það ert þú sem ert fyrsti mótor í að eyðileggja líf hans og að það ert þú fyrst og fremst, sem hefur lagt konu hans í rúmið. Og ég vara þig við: Beittu ekki slíkum brellum oftar, hvorki vini þína né óvini. Annars mun ennþá ver fara.“ Að*svo mæltu vatt ég mér út úr herberginu án þess að kasta kveðju á lygarann, sem húkti eftir á dívaninum eins og samanfallið gamalmenni. Eldhúsdyrnar stóðu opnar og kona Bessa stellaði við matseld þar inni fyrir. Hún hefur víst séð mig skunda fram ganginn, því að hún tók viðbragð á eftir mér og hóf upp háværa dælu, þegar hún kom fram í dyrnar: „Þér eruð búinn að fara þokkalega með manninn minn. Þér eruð meira svínið. Hafið hlaupið út um allan bæ með andstyggilegustu lygasögur, sem þér berið hann fyrir, og hann hefur verið frá verki í margar vikur út af því að vera borinn fyrir þessu svínaríi, sem hafi eyðilagt líf bezta vinar hans og lagt konuna hans í rúmið kannski fyrir lífstíð. Sona þorparar eins og þér ættu ekki að ganga lausir í mannfélaginu ...“ Ég svaraði engu, leit ekki einu sinni um öxl. Móðurinn í húsfreyjunni var ekki þesslegur, að hún væri líkleg til að hlusta á rök staðreyndanna. Ennþá liðu nokkrar vikur. Þá hentu mig óvart þau leiðindi að hlusta á jarðafarartilkynningar í útvarpinu. Þær voru þrjár þennan dag, og þessi var síðust: 35

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.