Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1960, Page 48

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1960, Page 48
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR manni til manns, áður en mér heppnaðist að ná fundum þeirra, sem fengust til að segja frá þessum atburðum, voru þeim nákomnastir og ég taldi greina- bezta og réttorðasta. Og sagan var svona: Fyrsta hálfan mánuðinn eftir burtför Bessa bar ekkert sögulegt til tíðinda. Það var eins og honum hefði enzt tilhlaupið út yfir eyðimörkina milli jarðar- innar og hinna blómlegri svæða astralheima, þvert á móti lögmáli náttúrunn- ar. En upp úr því tók þess að verða vart, að svo var ekki. Þá fóru að heyrast óskiljanlegar hræringar í húsinu, sem smám saman urðu æ greinilegri. Þær byrjuðu oftast nær, þegar fór að rökkva á kvöldin og héldu áfram með hvíld- um fram yfir miðnætti. Þegar mest gekk á, stóðu þær fram í birtingu á morgn- ana. Það kom líka fyrir, að þeirra varð vart á daginn. Reimleikarnir hófust oft á því, að það heyrðist gengið upp stigann neðan úr kjallaranum, því næst hrundið upp gangarhurðinni og gengið inn ganginn og farið inn í eldhúsið, ef þar var enginn fyrir, og glamrað í borðbúnaði, eins og verið væri að taka sér til mat. Stundum voru barin högg á hurðir og veggi, einkum þar sem ekkja Bessa var inni fyrir. Oft heyrðust fótatök í svefnher- berginu, stundum heyrðust þaðan brotahljóð, en allt var með kyrrum kjörum, þegar að var gætt. Það kom einum tvisvar sinnum fyrir, að ekkjan hrökk upp við það, að barin voru þung holhljóma högg í rúmgaflinn hennar, og þegar hún leit upp, sá hún gráan þokustrók standa fyrir aftan gaflinn og líða þaðan út í eitt herbergishornið, alltaf sama hornið, og leysast þar upp í eldglæringar, stundum með brestum, líkt og snarkaði í viðareldi. Þá kveikti Rósalind Ijós og horfði og hlustaði það sem eftir var nætur. Ekki var það heldur óalgengt, að allt virtist á ferð og flugi niðri í geymslunni og að korr og hvæs heyrðust neð- an úr kjallaranum, eins og einhver væri að kafna. Ekkja Bessa var orðin mjög þreytt á þessum ófögnuði og næstum frávita af ótta. Það jók líka á þrautir hennar, að hún reyndi að halda reimleikunum leyndum, þótti skömm að láta það berast út, að maðurinn sirin sálaði hefði gerzt afturganga eftir blóðtappann, og þar að auki var hún farin að hugsa um að selja. En hún átti góða vini, sem oft litu inn til hennar. Fyrir þeim gat hún ekki nógsamlega þagað, og þeir láku sumir hverjir, þegar þeir komu til fundar við annað mannlíf. Reimleikarnir gengu að lokum svo nærri henni, að hún seldi húsið og keypti sér íbúð einhvers staðar austur í Hlíðum. Fjölskyldan sem keypti af Rósalind, hafði enga hugmynd um reimleikana. En hún komst fljótt að því, að hér bjó hún ekki í hreinu húsi. Nú var jafnvel ennþá meira um að vera en i tíð Sigurlínu. Það var velt um borðum og stólum, 38

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.