Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1960, Síða 49

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1960, Síða 49
UPPSKERA LYGINNAR og stundum var allt komið á rú strú niðri í geymslunni og gauragangur þar svo mikill, að fólk gat ekki fest blund langt fram eftir nóttu. Stundum sá fólk svartan skugga af manni líða fyrir á veggjum íbúðarinnar. Svo bar við eitt kvöld, að hjónin fóru á bíó og með þeim kunningi þeirra. Þegar út úr bíóinu kom, þurfti maður konunnar, sem ég vil ekki nefna, að skreppa einhverra erinda í hús nokkuð í burtu, en konan bauð gesti þeirra heim með sér í kvöldkaffi. Á leiðinni heim fer hún að segja honum frá reim- leikunum í húsinu. En gesturinn kvaðst ekki trúa á drauga. Vísindin væru nú búin að sanna, að yfirnáttúrlegar sýnir og heyrnir stöfuðu af ruglingi í gler- vökvanum í augunum og dumpi á hljóðhimnuna frá óeðlilegum loftþrýstingi. Konan svaraði engu. Þau settust inn í daglegu stofuna og tóku tal saman um sívaxandi dýrtíð í bænum. Konan sat á sóffa undir vesturveggnum, en gesturinn í djúpum stól úti við austurvegginn. Undir glugganum, lengst frá gestinum og frúnni, stóð lítið borð með ýmsu smávegis á, þar á meðal öskubakka úr leir. Dýpst í sam- ræðunum um dýrtíðina vita þau ekki fyrri til en öskubakkinn þýtur af borðinu og gegnum þvert herbergið, með næstum ósýnilegum hraða, flýgur rétt utan við eyrað á gestinum og smellur á austurvegginn, mölbrotnar og eftir varð stór skella á málningunni á veggnum. Gesturinn stóð samstundis upp stein- þegjandi, leit ekki einu sinni á frúna, brifsaði batt sinn og skundaði á dyr án þess að bjóða góða nótt. Þessi fjölskylda flúði íbúðina eftir fjögra mánaða stríð, án þess að geta selt, því að þá voru sögur af reimleikunum farnar að berast út um bæinn. Síðan stóð íbúðin auð í rúma sex mánuði. Þá fékkst loksins kaupandi. Sá var harður í horn að taka, enda upplýstur maður, sem kvaðst ekki hræðast drauga og þverneitaði öllu, sem fáfróðara fólk taldi yfirnáttúrlegt. Hann átti líka konu, sem var mjög sálræn í sér og þess vegna nokkuð áveðurs fyrir óskiljanlegum hnykkjum. Eftir að þessi fjölskylda fluttist í íbúðina mátti heita að keyrði um þverbak með reimleikana. Þungir hlutir lyftust frá gólfi og svifu í loftinu. Læstar hurðir hrukku upp á gátt. Ólætin niðri í geymslunni gerðust svo mikil, að húsbóndinn varð oft að fara á fætur um miðjar nætur til að hasta á ófögnuð- inn. Einn morgun þegar húsbóndinn reis úr rekkju, hafði svefnherbergishurð- inni verið aflæst að utanverðu og lykillinn stóð utanmegin í skráargatinu. Þá hafði maðurinn engin önnur ráð en að brjóta rúðu í glugganum og smjúga þar út til að opna hurðina. 39
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.